Freyr

Volume

Freyr - 15.07.1978, Page 19

Freyr - 15.07.1978, Page 19
of léleg til þess að halda uppi viðunandi vexti lamba. Auk þess gætu ormar valdið miklum skemmdum í meltingarfærum, en þær leiddu til verulegra vanþrifa, þótt ekki sæist skita á lömþunum. Þar, sem þröngt er í högum, væri ekki síður mikil- vægt að setja lömbin á „hreint land“, t.d. nýrækt, en að gefa ormalyf. Reyndar væri árangursríkast að gefa inn ormalyf, um leið og beitarskipti færu fram. Talið var skaðlaust að gefa vothey og þurrhey af ormasýktu landi, ef u.þ.b. 6—8 vikur liðu frá slætti til gjafar. í nýtísku skosku holdanautafjósi. Takið eftir gerð jötugrindar. • Dilkakjöt verður seigara en ella, ef það er geymt við lægra hitastig en 10°C fyrstu 10 klukkustundirnar eftir slátrun, og afleitt er talið að frysta það strax eftir slátrun, líkt og hefur tíðkast t.d. á Nýja- Sjálandi. • Lögð var áhersla á nauðsyn þess að sótthreinsa naflann á nýfæddum lömbum, þar sem liðastirðnun (rauðsýki) gerir vart við sig, og reyna þannig að fyrirbyggja smitið. Langverkandi penisillín reynist best við lækningu þessa sjúkdóms. Texilsauðfé frá Hollandi — vel vöðvafylltir og hóflega feitir skrokkar. e Fyrir nokkrum árum var talið, að kláða (kláðamaur) hafi verið útrýmt að mestu eða alveg á Bretlandseyjum, en nýlega hefur hann gert víða vart við sig, og nú er verið að herða aðgerðir gegn þessum vágesti með strangara eftirliti með sauð- fjárböðunum. Votamæði gerir nokkuð vart við sig, og eru Bretar hræddir um að þurramæði berist þangað líka, t.d. með Texelfé frá Hollandi, líkt og íalið er, að gerst hafi í Danmörk, Noregi og Sví- þjóð. * Enn ríkir mikil óvissa um riðuveikina, en m.a. er verið að rannsaka hana í Edin- borg. Eins og þeir vita, sem til þekkja, er riðuveiki mjög dularfullur sjúkdómur, ef svo mætti að orði kveða, og jafnt vís- indamönnum sem bændum mikil ráðgáta. Þó er nú almennt álitið, að um smitandi sjúkdóm sé að ræða, en ekki er Ijóst, hvernig hann breiðist út. Sjúkdómsvald- urinn (veira?) reynist jafnan ákaflega líf- seigur, jafnvel þótt ítrustu sóttvarnarað- gerðum sé beitt. Rannsóknir á þessum sjúkdómi eru ákaflega erfiðar og sein- F R E Y R 477

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.