Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1978, Síða 22

Freyr - 15.07.1978, Síða 22
Einfasa spennistöS. ar fjárhæðir að ræða, og því er það íhug- unarefni, hvaða lausn er hagkvæmust um- fram ákveðin mörk, t.d. 6 km. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort þessum fjármunum yrði ekki betur varið til annarra þarfa innan sveitarafvæðingarinnar, og reynt yrði að jafna aðstöðu þessara býla á annan máta, t.d. með því að nota heimilisdíselstöðvar áfram og skipuleggja reglubundið eftirlit með þeim. Það mun láta nærri, að nú séu um 5000 býli tengd dreifikerfi Rafmagnsveitnanna, og aðrar heimtaugar í sveitum eru um 1400 eða um 6400 húsveitur alls, eins og það er kallað á máli rafveitumanna. Heildardreifi- kerfi Rafmagnsveitnanna vegna framan- greindra tenginga mun nú vera frá 6500— 6800 km langt, eftir því hvort heimlínur eru taldar með eða ekki. Heimlínur eru þær línur, er liggja frá spennistöðvum að hús- veitu og eru með sömu spennu og er hjá notanda. Við getum því litið svo á, að fyrsta áfanga sveitarafvæðingarinnar sé að mestu lokið. Miðað við verðlag þessa stundina mun láta nærri, að íramangreind dreifikerfi með heimveitum kosti um 12,5 milljarða króna. Stefnan við framkvæmd þessa á- fanga var og er að koma rafmagni til sem flestra býla á sem stystum tíma og fyrir sem minnst fjármagn. Þetta verður að telj- ast hafa tekist, en auðvitað hefur það komið niður á flutningsgetu dreifikerfanna og notkunarmöguleikum raforkunnar. Línurnar voru lagðar þannig fyrst og fremst, að þær þyldu sem best veðurfarslega áraun, þ.e. úrkomu og vinda, einnig voru þær að stór- um hluta einfasa, tveggja víra á fyrrihluta tímabilsins, en á síðasta áratug eins vírs einfasa. Þessar línur eru mun ódýrari en þriggja fasa línur. Einnig réði miklu, sér- staklega á fyrrihluta tímabilsins, að notkun var mikið til aðeins bundin við lýsingu og eldun. Með breyttum búskaparháttum hefur mikil aukning orðið í raforkunotkun í sveit- um og vegur þar rafhitun og aukin véla- notkun við heyverkun þyngst. Er nú svo komið, að mörg þessara kerfa hafa ekki nægilega flutningsgetu, og er nauðsynlegt að styrkja þau með aukna flutningsgetu fyrir augum. Rafmagnsveiturnar hafa á und- anförnum árum leitast við að styrkja þessi kerfi eins og tiltækt fjármagn hefur leyft, en það hefur hvergi nærri nægt til þessa mikla verkefnis. í þessu sambandi má geta þess, að Rafmagnsveiturnar gerðu tillögu til fjárlaga 1978 um 550 milljóna króna fjár- veitingu til styrkingar sveitaveitna, en sú upphæð var skorin niður í 140 milljónir króna, sem er alls ófullnægjandi til þessa mikla og brýna verkefnis. Á árinu 1975 fól Orkuráð verkfræðistof- 480 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.