Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 25

Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 25
Jarðrækt Eins og áður er getið eru akurplógar sjald- an fallnir til frumvinnslu lands. Einungis slétt land er hægt að plægja með árangri, á þýfðu landi verður plægingardýptin mis- jöfn og strengirnir velta illa. Það er fyrst eftir sléttun lands og frumvinnslu, sem kost- ir plóga njóta sín til fulls. Notkun plóga, annarra en brotplóga, má sundurgreina þannig: (1) Hugsanleg frumvinnsla á tiltölulega sléttu landi, t.d. melum eða söndum. (2) Vinnsla eftir 1 árs ræktun á landi, sem er torunnið eða hefur þurft mikla jöfnun. (3) Endurtekin vinnsla garðlanda, korn- og grænfóðurakra. (4) Endurvinnsla eldri túna. lífverustarfsemi. Því er nauðsyn að nota ríf- legan skammt af fosfóráburði fyrstu árin. Frá lífverustarfsemi koma einnig afurðir, sem eru mikilvægar í sambandi við kornun (byggingu) jarðvegs. Af einstökum jarð- vegsögnum myndast þá samkorn, og að því stuðla ýmis lífræn efnasambönd, ýmist sam- bönd, sem brotna niður á ný, t.d. sykrur, eða efni af varanlegri gerð (treg sambönd). Annað einkenni á frjómold er, að hún er kornuð í samkorn, eins og glöggt sést í gömlum túnum. Við forrækt er sáð ein- eða skammærum tegundum í nýbrotið iand, sem þannig er endurunnið einu sinni eða oftar. Eðlilegast er að nota græníóðurjurtir í forræktinni, en einnig gulrófur. Korn (til þroska) og kart- SIGFÚS ÓLAFSSON: Jarðvinnsla III. Endurtekin jarðvinnsla — forrækt. Endurtekin jarðvinnsla flýtir fyrir ræktun jarðvegsins, þ.e. myndun frjósamrar gróð- urmoldar. Skilyrði er þó, að efnaforði jarð- vegs sé ekki rýrður, en fremur aukinn. í óræktuðu landi er oft hlutfallslegur skortur á köfnunarefni og fosfór. Oft er þó allmikill, óvirkur forði af þessum efnum, einkum köfnunarefni. Við ræktunina eykst lífverustarfsemi, sem á þátt í að auka hreyf- anleika þessara næringarefna í jarðvegin- um. íslenskur jarðvegur bindur fosfór fast, svo að nýtanleiki fosfórsins er í lágmarki í óræktaðri jörð og takmarkar að líkindum öflur verða tæpast ræktaðar nema á völdum stöðum á frjósömu landi. Þá getur líka komið til greina að rækta (skammærar) grastegundir (hávingul, rýgresi, vallarfox- gras) og belgjurtir. Kostur er, að í forrækt- ina séu eingöngu notaðar jurtir, sem spretta vel af tilbúnum áburði einum. Forræktað land verður fyrr myldin frjó- mold, ef það fær nægan áburð og ræktunin tekst vel. í ýmsum jarðvegi er lakur kostur að vinna landið í einni lotu með sáningu grasfræs í varanlegt tún. Landi hættir til að missíga vegna jöfnunar og jarðvinnslu. Betra er því að bíða a.m.k. eitt ár með að F R E Y R 483

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.