Freyr

Årgang

Freyr - 15.07.1978, Side 26

Freyr - 15.07.1978, Side 26
grasbinda flagið endanlega. Eftir 1 árs ræktun er hægt að haustplægja bæði brot- plægt og plógherfað land og flýta fyrir myldingu jarðvegsins. Sé sáð grænfóðri, þarf heldur ekki að leggja eins mikla á- herslu á fínvinnslu og jöfnun nýbrotna landsins. Árangur forræktar. Við gerð græðisléttu verður jarðvinnslu að Ijúka á sem skemmstum tíma, áður en hinn náttúrlegi gróður fúnar og eyðileggst. Sáð- sléttan hefur hins vegar ótvírætt sannað yfirburði sína yfir græðisléttuna, hvað upp- skeru snertir. í tilraunum hefur forrækt yfirleitt skilað litlum árangri í aukinni uppskeru saman- borið við að sá strax grasfræi. í sumum til- raununum var notaður búfjáráburður við forræktina, og kom arfi þá í landið. Einnig getur verið, að áburðarskammtar á græn- fóðrið hafi ekki verið nógu stórir. Illgresi. Við grænfóðurrækt er mikil hætta á, að arfi komi í landið með búfjáráburði, en arfi getur einnig fjölgað sér smám saman án hans. Þetta er einkum bagalegt við kál- ræktun, en síður við hafra og rýgresi, sem frekar getur vaxið upp úr illgresinu. Af þess- Sigfús Ólafsson. um sökum er yfirleitt ekki ráðlegt að nota búfjáráburð fyrr en við sáningu grasfræs. Auðvelt er að eyða arfa úr korni og grasi með hormónalyfjum, sem hins vegar eru ónothæf á fóðurkál. Lyfjanotkun fylgir kostnaður, auk þess eru óvíða dráttarvéla- dælur til úðunar á stærri spildur. Þegar verulegur arfi er kominn í fóður- kálsakra, er heppilegast að loka þeim með grasfræi. Verði mikill arfi í flaginu, þrátt fyrir plægingu, svo hætta sé á, að hann kæfi grasið, er sjálfsagt að úða. Þá ákvörð- un verður að taka svo snemma, að gagn sé að úðuninni, annars verður að slá flagið fyrst, en úða síðan. Þrískera vélplógur meS vökvastýrðum snúningi. 484 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.