Freyr

Volume

Freyr - 15.07.1978, Page 28

Freyr - 15.07.1978, Page 28
velja plóg með skrúfulaga moldverpi, þá veltur strengurinn betur og brotnar síður. Plógar til akuryrkju eru með styttra og þver- stæðara moldverpi og brjóta strenginn bet- ur, en það er kostur við akurplægingu. (2) Stærð plógs og aflþörf. Til endurvinnslu er ekki æskilegt að nota stóran plóg, 10— 12" plógur er heppilegur vegna þess, að þá er hægt að stilla plægingardýptinni í hóf. Til þess að plæging sé vel gerð, þarf að vera heppilegt hlutfall milli þykktar og breiddar á plógstrengnum. Venja er að miða við hlutfallið 1:1.5, þ.e. sé dýptin 20 sm, verður eðlileg breidd plógstrengs um 30 sm. Plægingardýptin 20 sm hæfir því best 10—12" plóg (við breidd skerans bæt- ast 1—2", því að skerinn á ekki að skera alveg út úr strengnum). Viðunandi afköst við plægingu fást þá með tví- eða helst þrí- skera plóg. Flestar dráttarvélar eru nú búnar sjálf- virkri dýptarstillingu fyrir lyftutengda plóga. Þessi dýptarstilling tryggir jafnari þykkt plógstrengsins. Við greiða plægingu nær plógurinn þó varla að fylgja ójöfnu yfir- borði, og á slíku landi þarf að plægja dýpra en ella. Aflþörfin er háð jarðvegsgerð, plæging- ardýpt og stærð plógs. Samkvæmt mæling- um, sem Grétar Einarsson hjá Bútæknideild hefur gert, er aflþörf við plægingu í ís- lenskum jarðvegi allmikil, en mest í ný- ræstri mýri og minnst í sandjörð og vel framræstri mýri með 10 ára gamalli fram- ræslu. Á grundvelli mælinganna var sett upp eftirfarandi tafla um hlutfallið milli þyngdar dráttarvélar og dráttarafls við plægingu. Samkvæmt 1. töflu getur meðalstór drátt- arvél (1500—2000 kg) dregið 14" tvískera, sé plægingardýptin um 20 sm. Stærri drátt- arvél (2000—2500 kg) þarf til að draga 10 —12" þrískera, nema jarðvegur sé laus og myldinn. Hve gott hjólagrip dráttarvél hef- ur, fer annars mikið eftir rakaástandi jarð- vegs. 1. tafla. Áætluð lágmarksþyngd (kg) dráttarvéla við plægingu með lyftutengdum plógum í ólíkum jarðvegi. Plóg- stærð Vinnslu- dýpt, sm Sand- jörð Móa- jarðv. Mýrarjarðvegur Fram- ræstur Biautur 1 X16" 20 820 980 1070 1400 — 25 1030 1230 1330 1740 — 30 1230 1480 1500 2090 1 X 20" 20 1020 1220 1330 1730 — 25 1280 1590 1660 2170 — 30 1530 1840 1990 2600 2X14" 20 1420 1700 1850 2410 — 25 1780 2130 2310 3020 — 30 2130 2560 2770 3620 (3) Framkvæmd og afköst. Plægingu má haga á mismunandi hátt. Við teigplægingu er markað fyrir 20—30 m breiðum, samsíða teigum. Við enda teiganna verður óplægð rein, sem höfð er til snúninga og plægð er í lokin. Með hóflega breiðum teigum minnk- ar akstur með plóginn fyrir enda plægjunn- ar. Við hring- eða myndplægingu er plæg- ing hafin á miðri spildu, og plógförin látin fylgja útlínum spildunnar. Á stórum stykkj- um getur hringplæging reynst vel, en mæla þarf út fyrir byrjunarstað plægingar. Víxlplæging verður aðeins framkvæmd með víxlplóg, enda landið plægt frá einni hlið. Víxlplógar eru nú meira í tísku, þar sem snúningi plógsins er stjórnað frá dráttar- vélarsætinu með vökvastýri. Afköst eru breytileg eftir aðstæðum. Við góðar aðstæður er hægt að plægja hektar- ann á 2.5—3 klst. með tví- eða þrískera, en við erfiðar aðstæður getur verkið tekið helmingi lengri tíma. 486 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.