Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 29

Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 29
Kjaramál AGNAR GUÐNASON, biaðafuUtrúi: Verflbólgan og landbúnaflurinn Þa3 eru erfiðleikar víðar en á íslandi vegna sölutregðu á landbúnaðar- afurðum eða réttara sagt vegna þess, hve lítið fæst fyrir þá framleiðslu, sem er umfram þarfir innlenda markaðarins. Það er í sjálfu sér ekki vandi að selja mjólkurafurðir eða kjöt, ef verðið er nægilega lágt. Einnig er verulega meiri þörf fyrir matvæli en þau, sem framleidd eru í heiminum, ef aliir ættu að vera mettir. Það virðist vera lítil huggun fyrir þann, sem er með of mikinn mat, að vita um þörfina annars staðar, ef engir peningar fást fyrir þessi matvæli. Þá er horfst í augu við þá staðreynd, að til lengdar er ekki hægt fyrir framleiðanda að framleiða vörur, sem ekki fæst framleiðslukostnaðar- verð fyrir. Landbúnaður hefur undanfarin 20—30 ár haft nokkra sérstöðu, ekki aðeins hjá okk- ur, heldur í öllum helstu iðnríkjum heims. Verðlagning hefur raunverulega verið slitin úr tengslum við framleiðslukostnaðinn og það lögmál, sem stjórnast af framboði og eftirspurn. í sjálfu sér skapar það ekki veru- legt vandamál, þegar meginhluti framleiðsl- unnar er seldur á innlendum markaði, þótt útsöluverð sé verulega lægra en það ætti að vera, ef stjórnvöld telja það hagstætt að greiða niður verðið. Þannig að framleiðand- inn fær sitt, því neytendur greiða að sjálf- sögðu verð vörunnar annað hvort beint eða með sköttum, það þarf varla að taka fram, að framleiðendur eru einnig skattgreiðend- ur. Einnig getur það verið þjóðhagslega hagkvæmt að framleiða til útflutnings, þótt verð einstakra afurða sé mun lægra en inn- lenda verðið, og þar komi stjórnvöld til að- F R E Y R 487

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.