Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1978, Síða 31

Freyr - 15.07.1978, Síða 31
þegar í haust vegna gjaldsins, sem tekið er af kjötinu nú. Mjólk og mjólkurafurðir. Það gildir sama með mjólkurframleiðendur og sauðfjárbændur, þeir verða að íaka á sig verulega kjaraskerðingu í ár. Miðað við verð á mjólk eins og það er nú, verður að taka af bændum um 100 milljónir króna fyrir hvert eitt prósent, sem aukning verður á innveginni mjólk, þar sem útflutningsbæt- ur ríkissjóðs duga ekki lengur. Það er mun einfaldara í framkvæmd að grípa til aðgerða, sem leiða til samdráttar í mjólkurframleiðslu en í framleiðslu kinda- kjöts. Það má gera með fóðurbætisskatti og kvótakerfi. Einnig mætti nota sömu aðferð og Norðmenn hafa gripið til, en það er að greiða framleiðendum, sem minnka mjólk- urinnleggið, sérstaka uppbót á hvern mjólk- urlítra. Eins og ástandið er nú með skort á naut- gripakjöti, væri hagstætt að greiða bændum allríflega upphæð fyrir hverja kú, sem slátr- að yrði, hliðstætt því, sem gert er í Finn- landi og hefur verið gert í Efnahagsbanda- lagslöndunum. Ekki er vitað, hvað mikið þarf að taka af mjólkurframleiðendum í ár, nefndar hafa verið 10—20 krónur af hverj- um mjólkurlítra. Það gerir hvorki meira né minna en 1150-1200 milljónir króna. Það er um 500 þúsund kr. á hvern mjólkurfram- leiðanda, en þeir eru um 2400, sem leggja inn mjólk í mjólkursamlög. Ekki bændum að kenna. Bændur eiga enga sök á þeirri stöðu, sem upp er komin, allur vandinn stafar af verð- bólgunni. Bændastéttinni verður ekki kennt um að hafa magnað hana upp. Verðhækk- anir á landbúnaðarafurðum hafa á síðari árum orðið vegna hækkana, sem bændur hafa ekki ráðið við, þeir hafa tapað stétta mest á verðbólgunni. Verulegur hluti fram- Fyrir hvert prósent, sem innvegin mjóik eykst í land- inu, verða bændur sjálfir að greiða 100 milljónir króna. Myndin er úr nýtísku mjólkurhúsi. leiðslunnar fæst greiddur með verðminni krónum en varið var til að afla hennar. Samkeppnisaðstaða fyrir íslenskar land- búnaðarafurðir á erlendum mörkuðum hef- ur sífellt versnað. Allar rekstrarvörur til landbúnaðarins eru mun dýrari hér en ann- ars staðar, vextir eru margfalt hærri. íslenskir bændur eru duglegir og fram- leiðsla á hvern starfsmann í landbúnaðinum er á við það, sem best gerist, þar sem bú- fjárrækt er stærsti þáttur framleiðslunnar. Bændur geta því með réttu haldið því fram, að þeir erfiðleikar, sem að þeim steðja, séu ekki þeirra sök. Þeir hafa ekki valdið því efnahagsöngþveiti, sem hér hefur ríkt um nokkurt skeið. Þess vegna eiga stjórn- völd að leysa mál landbúnaðarins án þess að skerða tekjur bænda eins stórkostlega og nú er gert. F R E Y R 489

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.