Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1978, Síða 32

Freyr - 15.07.1978, Síða 32
GÍSLi KRISTJÁNSSON: Gæði eggjanna Víst heyrist það meðal okkar, eins og ann- arra þjóða, að hænueggin séu öðruvísi á bragðið en önnur egg, og svo finnst ýmsum, að munur sé á bragði eggjanna eftir litar- hætti skurnsins. í Bandaríkjum Norður-Ameríku eru al- geng þau hænsni, sem verpa brúnskurna eggjum, af því þau eru meira eftirsótt en hvítskurna egg. Hvort það er bragð eða ímyndun, sem þar ræður, skal ósagt látið, en sennilega er það vani. Hinu er ekki að leyna, að hugs- anlega er einhver munur á bragði eftir því, á hvaða fóðri fuglinn nærist. Sjófugl, sem lifir eingöngu af fituríku sjávarlífi, verpir eggjum, sem ekki hafa sömu efnasamsetningu og egg hænunnar, er nærist af þeirri fóðurblöndu, sem henni er færð í fóðurtrogin. Litur blómans er einatt og eðlilega misjafn eftir því, hvaða fóður fuglinn fær. Því er ekki að leyna, að eggjablómi villtra fugla hefur jafnan sterkari lit en rauða hænueggja. Ræður þar um mestu, að guli liturinn í húð og fótum fuglsins, er færist yfir í eggin, hrekkur svo skammt hjá þeim fuglum, sem verpa fjölda eggja, dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, eins og góðar varphænur gera. Guli liturinn stafar frá efni, sem heitir xantófyl en það er í fylgd með karótíni og karótínóíðum komnum úr jurtaríkinu. Hin síðastnefndu eru frumefni A-vítamíns, og því ætla margir, að sterkur, gulur litur blóm- ans segi beinlínis, að egg með þeim þlóma- lit séu sérlega vítamínauðug. Auðvitað geta þau verið það, en sé víta- mínum blandað í fóður varphænanna í væn- um mæli, geta egg þeirra verið jafn auðug af vítamínum og önnur með sterkgulan blóma, ef ekki enn vítamínríkari. Xantófyl er litarefni, sem fylgir karótíni en ekki endilega A-vítamíni, nema sérlegar ráðstafanir séu til þess gerðar. Hitt er svo annað mál, að stundum er ófullnægjandi magn í fóðri af umræddum vítamínum, og kemur þar til m.a., hve langt líður frá því fóðrið er blandað, uns hæn- urnar nærast á því. Nokkurra mánaða göm- ul fóðurblanda getur verið vítamínsnauð, þó að góð hafi verið á blöndunarstað. Þess vegna er m.a. hætta á, að innfluttar blöndur hafi tapað vítamíngildi, ef langt líður frá framleiðsludegi til notkunartíma, eins þó að verulegu magni grænmjöls hafi verið bland- að í þær, því að vítamíngildi karótíns þverr verulega eða mjög við geymsluna. Því er ekki að leyna, að gæði eggja og raunar einnig lífsþróttur fuglanna er mjög háður fóðurgæðum. Eggjabragöið. Er munur á bragði nýorpinna eggja? Svo segja ýmsir, og vel má vera, að svo sé. 490 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.