Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 33

Freyr - 15.07.1978, Qupperneq 33
Fóðrið getur valdið einhverju þar um, en meira vegur þó umhverfið. Sterkur þefur umhverfisins getur haft mikil áhrif á eggja- bragðið, þegar mengað loft kemst gegnum skurnina. En að því slepptu eru menn ýmissa skoð- ana um bragðið, og ræður þar nokkru einkaviðhorf. Mörgum sinnum hafa bragð- dómarar verið látnir dæma eggjabragð og hefur á ýmsu oltið um árangurinn. Hér er ekki fráleitt að segja frá einu slíku eggja- prófi, það var háð í Stuttgart í Þýskalandi á verslunarráðstefnu. Þar voru 3600 egg bragðdæmd. Reynd voru: a. brúnskurna og hvítskurna egg. b. egg úr búrhænum og gólfhænum. c. ný egg og geymd egg, nýju eggin þriggja daga gömul, geymdu eggin 14, 17 og 20 daga. Árangurinn af umræddu prófi varð sá, að fenginni umsögn dómaranna, að 35% töldu brúnskurna eggin best, 36% töldu hvít- skurna eggin best og 39% gátu ekki gert greinarmun á bragði eftir lit skurna. Þegar um var að ræða egg búrhæna, töldu 41% þau bragðbetri en egg þeirra, sem á gólfi gengu, en 39% töldu egg gólf- gönguhænanna betri og 20% fundu engan mismun. Nýju eggin (geymd 3 daga) töldu 35% dómara best, en ekki minna en 55% töldu þau egg best, sem geymd höfðu verið 14 daga. Um mismun á nýjum eggjum saman- borin við 20 daga eggin töldu 38% geymdu eggin betri, en 44% nýju eggin og 18% fundu engan mismun. Um 17 daga eggin voru dómar álíka og um hin 20 daga gömlu. Samandregið má telja, að dómarar gerðu hér ekki mun á eða hafa ekki fundið mis- mun á bragði eftir því, hvort hænurnar gengu á gólfi eða dvöldu í búrum, og eng- inn munur fannst þeim á bragði eggjanna eftir skurnlit. Þegar á allt er litið, virðist Egg eru hollur og gómsætur réttur, sem alltaf er tilbúinn beint á borðið. svo sem 14 daga gömlu eggin hafi fallið best í geð eftir bragðgæðum að dæma. Og að öllu samanlögðu má líta svo á, að dómar um umrædd 3600 egg gefi það ekki til kynna, að eggin, sem framleidd eru við nýtísku skilyrði, séu að neinu leyti frá- brugðin þeim, sem urðu til og verða til, þegar „gömlu, góðu framleiðsluaðferðirnar eru í gildi“. Hinu má hins vegar ekki gleyma, að gott fóður og góð geymsla er ákveðin forsenda þess, að egg séu og verði góð neysluvara. F R E Y R 491

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.