Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 5

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ < " ,S *i< 75. árgangur Nr. 7 apríl 1979 Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAGÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON ÓLI VALUR HANSSON Ritstjóri: JÓNASJÓNSSON Aöstoðarritstjóri: JÚLÍUS J. DANÍELSSON - Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK áskriftarverð kr. 5500 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og augiýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, simi 13200 Rfklsprentsmlðjan Gutenberg Reykjavík — Simi 84522 EFNI: Bstt fóðurverkun Úr ræöu formanns Landið og vlð i þjónustu forvltnlnnar Ástand og horfur f velblmálum Vargfugll fjölgar Frjóvguð egg flutt milli kúa Hvernig á að bera á Helmasmfðaður *n|óbláaari Stöndum vörð um Stéttarsam- bandlð Molar Bætt fóðurverkun Það kann að virðast, sem verið sé að bera í bakkafullan lækinn að hefja hér enn tal um vandamál landbúnaðarins vegna of mikillar framleiðslu, miðað við það sem fólkið í landinu vill borða, og það í útlöndum vill kaupa af okkar ágætu vörum. En miðað við það að ekki verði farið að ráðum þeirra sem endilega vilja nota þessa (stundar) erfiðleika til að koma fram sínum háleitu hugsjónum um að fækka bændum, hlýtur sú spurning að vakna, sem mest brennur á hugum manna, hvernig sé hægt að koma því til leiðar að bændur og þeirsem vinna við bústörfin fái sem allra mest í sinn hlut af því sem fæst fyrir framleiðsluna? • Til að skýra þetta takmark nánar, er rétt að gera sér það alveg Ijóst, að eins og markaðsástandið er, má líta á það sem nánast fasta stærð, hvað hægt er að fá fyrir heildarf- ramleiðsluna af kjöti og mjólk. Aukist framleiðsla þessarra vara, eykst ekki að sama skapi það sem fæst samanlagt fyrir framleiðsluna og jafnvel ekkert það, sem kemur í hlut bændanna. Af þessu ætti það að vera Ijóst, að það er um að gera að láta sem minnst af þessum fjármunum ganga til að greiða fyrir erlend og innlend aðföng. Þegar svona stendur á, er það óráð að auka mikið fjárfestingu í landbúnaði, kaupa t.d. nýjar og dýrar vélar. Þó að þær auki afköstin, fæst í reynd lítið fyrir þau auknu afköst til að borga niður þessi tæki. Sömu ályktun er hægt að draga af notkun á innfluttu kjarnfóðri allt umfram það, sem er allra brýnast til að halda uppi eðlilegum afurðum. Öll kjarnfóðurnotkun umfram þetta'leiðir því beinlínis til þess að íslenskir bændurgreiða erlendum bændum, þeim sem kornið rækta, samsvarandi hlut af launum sínum. í beinu framhaldi af þessu leiðir svo það, að því betur, sem tekst til með fóðurverkunina, því betra sem innlenda fóðrið er, því minna þarf að kaupa að og þeim mun stærri hluti af afurðaverðinu kemurtil bænd- anna sjálfra. Er þá komið að því, að bætt fóðurverkun getur orðið verulega mikilvægur þáttur í lausn á vandamálum land- búnaðarins. Rökrétt erað segja um heimaaflaðafóðrið nú: — heldur minna og betra, — en meira og lélegra að gæðum. Heldur á að slá fyrr, þó að það gefi minna magn en að draga slátt til að fá meira, en lakara fóður. Það borgar sig að sýna natni við heyrverkunina til að fá betra fóður, þó FREYR 195

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.