Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 19

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 19
Úr eldishúsi í Kollafirði. Myndin var tekin 1966, er Búnaðarþingi var boðið að kynna sér starfsemi Koilafíarðar- stöðvarinnar. við sumar ár, þar sem mikil veiðiaukning hefur orðið, eru fáar eða svo til engar byggðar jarðir. Aðrir telja, að skýringa sé að leita í betri afkomu laxins í hafinu. Um göngur, dvalarstaði og æti laxins í hafinu er takmarkað vitað og haldgóðar skýringar eru ekki heldur þar fyrir hendi. (þessum tilvikum eins og oft endranær er farið langt yfir skammt til að leita að skýringum. Sjósilungsveiðar. Silungur, urriði og bleikja, dvelst ýmist alla ævi í fersku vatni, þ.e. vatnasilungur, eða að hluta í fersku vatni og að hluta í sjó, þ.e. sjósilungur. Sjósilungur hrygnir og elst upp fyrstu árin í ám allt í kringum landið. Þegar hann hefur náð þroska, gengur hann að vorinu í sjó í ætisleit og heldur sig nálægt heimaánum. Hann gengur aftur í árnar að áliðnu sumri (kynþroska fiskur) eða á haustin (geldfiskur) og dvelst þar yfir vetur- inn. Sjósilungur vex vel í sjónum, en þó hvergi nærri eins vel og laxinn. Hann er veiddur í ánum og einnig í sjónum, og eru að honum mikil hlunnindi, þó ekki sé vitað um veiðimagnið, þar sem skýrslur um sjósilungsveiði eru mjög stopular. Aia má sjósilung í eldisstöðvum og sleppa honum á sjógönguskeiði eins og laxi, en lítið hefur verið gert af slíku til þessa. Vatnasilungsveiðar. Á íslandi eru 83 stöðuvötn yfir einn km2 að flatarmáli og fjöldi smærri vatna. í flestum þessara vatna er silungur, annað hvort urriði eða bleikja eða hvort tveggja. Vötn þessi eru ýmist í byggð eins og t.d. Þingvallavatn, Apa- vatn, Hópið, Svínavatn og Mývatn, önnur fjær byggð eins og t.d. Kleifarvatn, Langa- vatn, Friðmundarvötn og vötn á Tunguheiði. FREYR 209

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.