Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 35

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 35
Frey hefur borist bókin Áburðarfræði eftir Magnús Óskarsson og Matthías Eggertsson. Útgefandi er Búnaðarfélag íslands 1978. Mottó, eða einkunnarorð bókarinnar á tit- ilblaði, er eftirfarandi vísa Lofts Guðmunds- sonar: Heimspekin hæst í dag er heimska um sólarlag, en sannleiki sólarlagsins var svartasta lygi dagsins. Vafalaust vilja höfundar með þessum hætti vekja athygli á þeirri staðreynd, að þekking manna á umhverfinu og náttúrunni er stöð- ugum breytingum undirorpin. Sagan sýnir, að það, sem er haft fyrir satt í dag, mun hugs- anlega verða vegið og léttvægt fundið á morgun. Jafnvel þótt heimsmynd Aristótel- esar tæki litlum breytingum allt fram á 17. öld, munu þó alltaf hafa verið til einstakir, víðsýnir menn, einnig á svörtustu miðöldum, sem ekki fóru troðnar slóðir í hugsunum og ályktunum: „Hvatki es missagt es í fræðum þessum, þá es skylt at hafa þat es sannara reynist“ skrifaði Ari fróði Þorgilsson á tólftu öld. Samtímamaður okkar, austurríski hugs- uðurinn Karl Poþper, segir, að því aðeins sé kenning vísindaleg, að hægt sé að hrekja hana, og finnst þó ekki öllum það vitleg kenning, þótt á 20. öld sé, en Hegel fullyrti þó, að viskuuglan flygi fyrst á kvöldin. Og satt að segja gladdist ég yfir að sjá vísuna þá arna framan á Áburðarfræðinni. Bókinni er skipt í sex kafla, sem nefnast: 1. Næring jurta, 2. Tilbúinn áburður, 3. Búfjáráburður og annar lífrænn áburð- ur, 4. Áhrif áburðar á umhverfið og heilsu manna og dýra. 5. Tilraunir og rannsóknir. 6. Áburðaráætlanir. Aftast í bókinni er stuttur viðbætir um efna- fræði þeim lesendum til hægðarauka, sem ekki eru kunnugir táknmáli efnafræðinnar. Þá eru ýmsar töflur, t. d. stuðlar til að um- Hvernig á að bera á? Ný áburðarfræði komin út. reikna sýringa og hrein frumefni, áburðars- kammtar á matjurtir, áburðarskammtar við gras- og grænfóðurrækt, áætlað efnamagn í búfjáráburði við misgóða geymslu og meðferð, áburður eftir grip á ári og efnam- agn í áburðartegundum. Höfundarnir hafa tekið upp í þessa bók atriði, sem hingað til hefur verið fremur sjaldgæft í íslenskum kennslubókum, en ryðursér nú sem beturfer til rúms, en það er útdráttur efnis á sþássíu, atriðs orðaskrá og ábendingar um viðbótar- lesefni. Er þar eingöngu getið íslenskra heimilda og nær listinn til ársloka 1977. Aftan við hvern kafla eru spurningar til upprifjunar. Mér virðist, að bókin beri þess merki, að þeir, sem skrifuðu hana, eru vanir kennarar, sem kunna að leiða fram þekkingu á Ijósan hátt og einfaldan og að leggja áherslu á aðalatriði. Teiknaðar skýringarmyndir eru með teksta. Bókin er m. a. ætluð sem kennslubók í bændaskólunum, en höfundar geta þess, að tilgangurinn séeinnig að gefastærri lesenda- hópi en búfræðinemum kost á að eignast yfirlitsrit um undirstöðuatriði áburðarfræði. Hafi höfundur þá einkunn í huga starfandi bændur. Þeim Magnúsi og Matthíasi hefur líka orðið að ætlun sinni, því þeir hafa þarna samið handhægt rit um áburð og notkun hans, handbók, sem gagnlegt er fyrir bænd- ur að eiga og nota. Bókin er vel út gefin og vönduð að frágangi, bundin í brúnt skinnlíki með gylltan kjöl. Hún kostar 3.500 krónur og fæst hjá útgefanda, Búnaðarfélagi íslands. J. J. D. FREYR 225

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.