Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 36

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 36
Bréf frá bændum Hörður Sigurgrímsson: Stöndum vörð um Stéttarsambandið Nýlega barst mér bréf frá nefnd á vegum Stéttarsambands bænda, þar sem leitað er álits búnaðarfélaganna um, hvort breyta eigi samþykktum Stéttarsambandsins. Sagt er, að menn hafi rætt um breytt kosninga- fyrirkomulag fulltrúa á aðalfund, lítið sam- band stjórnar Stéttarsambandsins við bændur, og fleira þykir að. Mér virðist, að samþykktir Stéttarsam- bandsins þurfi engra breytinga við. Það, sem mönnum kann að finnast áfátt um starf þess, stafar ekki af samþykktum eða aðferðinni, sem viðhöfð er við kjör fulltrúa, það verður að skrifast hjáþeim mönnum, sem valist hafa til forystu. Sjálfsagt telja einhverjir, að þeir gætu gert betur, ef þeir sjálfir fengju tæki- færi. Er ekki alltaf svo? Sambandsleysi manna við Stéttarsam- bandið, sem talað er um, held ég, að hljóti að vera þeim sjálfum að kenna. Þeirfylgjast ekki með. Lesi þeir það, sem kemur í Frey frá Stéttarsambandinu, og fari á fundi þar, sem formaður og fulltrúar þess tala, ættu þeir ekki að þurfa að kvarta. Gunnar Guðbjarts- son og fulltrúar hans hafa verið óþreytandi að sækjaalls konarfundi um allt land og flutt þar glögg og góð erindi um málefni bænda. Þeir hafa sagt mér, að ofætlun væri að ætlast til af fulltrúum á Stéttarsambandsfundi, að þeir skýri starf þess eftir tveggja daga setu á fundi. Það verði formaður og starfsmenn hans að gera. Ég sé á fundargerðum og hef heyrt hjá full- trúum, að hagsmunafélag hrossabænda, svínabændur og alifuglaeigendur óskuðu eftir séraðild að Stéttarsambandinu. Þetta finnst mérfráleit hugmynd. Aðilar að þessum búgreinasamtökum eru eða ættu að vera fé- lagar í búnaðarfélögunum. Búnaðarfélögin eru grunnurinn að Stéttarsambandinu, stéttarfélög. Þar eru félagsmenn þess og hvergi annars staðar. Fráleitt væri að gera Stéttarsambandið að samtökum þrýstihópa.sem toguðu hver í sinn skanka. Stéttarsambandið og Fram- leiðsluráð verða að finna sig í að sinna sér- málum búgreina, ef ákveðnar óskir berast um það. Eðliiegt gæti talist, að fulltrúar þeirra fengju að sitja fundi Framleiðsluráðs, þegar erindi þeirra eru rædd. Til þess þarf ekki að breyta samþykktum. Skrítin hugmynd hjá hrossabændum svo- kölluðum að óska eftir séraðild að Stéttar- sambandinu. Þetta eru bændur með bland- aðan búskap og sitja í súpunni með okkur hinum. Selja sitt hrossakjöt á yfirfullan kjöt- markað. Vandi þeirra er mesturaf því, að þeir eiga allt of mörg hross. Eitt ættu þeir að at- huga. Útflutningur hrossa er háður leyfi Búnaðarfélags íslands og Framleiðsluráðs. Bændur ættu að krefjast af þessum stofnun- um, að ekki sé veitt útflutningsleyfi fyrir hrossum nema frá bændum. Óþarfi, að sportmenn sitji að þessum markaði. Góðir félagar. Stéttarsambandið megum við ekki veikja með breytinga- og klofnings- tillögum. Við getum alltaf fundið eitthvað að, og eðlilegt, að menn séu ósammála öðru hvoru. Undanfarið hefur stjórnin togast á við okkur um leiðir í offramleiðsluvandanum. Við verðum að vera menn til að þola það. Það fer að fara um okkur, óbreytta félags- menn, þegar opinberir starfsmenn nálgast að verða í meiri hluta í stjórn Stéttarsam- bandsins. í mörg horn er að líta hjá fulltrúun- um. Samþykktunum þarf ekki að breyta. Starfið mótast af mönnunum, sem eru kosnir og sýndur sá trúnaður, en ekki af þeim reglum, sem kosið er eftir. Stöndum sem einn maður að Stéttarsambandinu. 226 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.