Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 21

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 21
Urriði og bleikjur úr Elliðavatni. Mikið mætti gera til að bæta nýtingu silungsvatnanna. Ljósm. Þór Guðjóns- son. net eða gildrur eða leigt út netaveiðina. Gera má ráð fyrir, að þéttbýlisfólk hafi áhuga á að stunda slíka veiði, t.d. í sumarleyfum sínum. Sölumöguleikar og verðlag á silungi er alvarlegt vandamál í sambandi við æskilega nýtingu vatnasilunga. Markaður fyrir silung er lítill og verðið tiltölulega lágt. Auka þarf neyslu á silungi. Ef það á að takast, verður nauðsynlegt að hafa skipulag á sölunni þannig, að ákveðinn aðili, einn eða fleiri, taki við silungi frá hinum dreifðu silungsvötnum og komi honum í verslanir, sem svo hafi hann á boðstólum. Ef vel á að takast til í þessum efnum, verður nauðsynlegt að koma á sér- stökum söluherferðum til þess að vekja at- hygli á silungi sem Ijúffengum neyslufiski. Álaveiðar. Áll er einn af vatnafiskunum. Lífsvenjur hans eru mjög óvenjulegar. Hann hrygnir suður í Sargassóhafi, en seiðin ganga í ferskt vatn í löndum beggja vegna Atlantshafsins, þar sem þau alast upp og ganga síðan aftur í sjó til að hrygna. Þannig veitum við fjölda ála uppeidi í ám, stöðuvötnum, árósum og sjáv- arlónum, aðallega á landinu sunnan- og suðvestanverðu, en við veiðum lítið sem ekkert af þessum uppalningum okkar. Áll er herramannsmatur, einkum reyktur. Hann má veiða í stöðuvötnum og sjávarlónum, meðan á uppvexti hans stendur og á göngu hans til sjávar síðsumars í helstu ám landsins að sunnan og vestan. Veiðin fer fram í sérstök- um gildrum, álagildrum. Verð á ál hefur verið hátt á markaði. Ætla má, að veiðimenn fái svipað verð fyrir ál og fæst fyrir lax. II. Fiskrækt. Fiskrækt er samkvæmt skilgreiningu lax- og silungsveiðilaganna allt, sem miðar að því að auka eða viðhalda veiði í ám og vötnum, svo sem friðun fisks, umbætur á lífsskilyrðum fisks, flutningurfisks í veiðivatn, auðveldun á gönguleiðum fisks og eftirlit með veiði. Á undanförnum árum hefur verið unnið ötul- lega að fiskrækt hér á landi með góðum ár- angri, hvað laxarækt snertir, eins og áður er getið. Fiskeldi. í lax- og silungsveiðilögunum er orðið fisk- eldi skilgreint sem geymsla, fæðsla og gæsla alifisks. Til eldis má notaýmsarfisktegundir, FREYR 211

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.