Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 15

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 15
GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON: í þjónustu forvitninnar Guðmundur Jósafatsson Á unglingsárum mínum var mér sagt sænskt ævintýri um búálfinn. Hann kom á jólunum og söng fyrir unglingana. Og söng hans fylgdi hamingja. Og hún reyndist alltaf því markvissari sem söngur hans hljómaði fegur. í ævintýrinu söng hann þessar hendingar: „Stinn eru júgrin og jatan full og Jarpur er í holdum og hreina gull“. Búálfurinn söng þetta í ævintýrinu fyrir fátækan dreng, sem til leiðarloka átti yfir hvoru tveggja að ráða, gleði barnsins bjartri og falslausri, meðan því entist æskan og heill síns heima, sem jafnan reyndist hin sama, hvort sem hún hljómaði fyrir hlustum öldungsins eða eyrum barnsins. Hann gat alltaf fyllt jötuna á jólunum. Mér þótti ævintýrið fallegt og þykir svo enn. Mér barst í haust fregn, sem ég freistaðist til að leggjahlustirsvo vel við, að mig langaði til að sjá það með eigin augum, sem þar var að gerast. Hún hljóðaði á þá leið, að tíu vestur- húnvetnskir bændur hefðu tekið höndum saman um að verka svo mikinn hluta fóð- ursins í vothey, að sauðféð væri nær ein- göngu fóðrað á því. Vaknaði þá hinn ill- ræmda forvitni mín, og sló hún því föstu, að víst væri það meinfangalítið að sjá þetta. En það tókst ekki skár en svo, að í skyndiför, sem ég átti kost á um Norðurland vestanvert, seint í nóvember, var naumast farið að hára fé. Ég kom því aðeins á einn bæ í Miðfirðin- um og varð förin því erindisleysa í það sinn. Ég lagði því upp í aðra ferð með þorra- komu, en varð ekki eins heppinn með veður og skyldi, þótt allt skipaðist skaplega um þau mál. En ekki komst ég á alla bæina. Þó skópu erindislokin mér óvenju ánægjulega ferð. í aðaldráttum var aðferð þeirra sú, að þeir efndu til samvinnu um heyskapinn á þann FREYR 205

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.