Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 7

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 7
Gestir við setningu Búnaðarþings Frá setningu Búnaðarþings. Úr ræðu formanns Bændabýlin eru blómlegri og reisulegri nú en áður. Máttur samtakanna öflugri en áður var og árangur starfsins þar af leiðandi meiri. Margt fleira hefur haft áhrif til bóta á þróun landbúnaðarins og orðið honum til fram- dráttar. Landbúnaðarsýningar hafa alltaf verið haldnar við og við og nú síðastliðið sumar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Framtak sambandsins var mikið og virðing- arvert og sýningin þeim til sóma, sem að henni stóðu. Þar sá maður sögulega fortíð landbúnaðar, stöðu hans nú og viðhorf til framtíðar. Löggjöf landbúnaðarins hefur haft sín áhrif á þróun landbúnaðarins, hver á sínu sviði. Jarðræktarlögin, landnámslögin og landgræðslulögin eiga sinn þátt í því, að landauðnir klæðast gróðri og túnstærðin, 130.000 ha, gerir betur en fóðra allt búfé landsmanna, ef rétt er á haldið. Áburðarverksmiðja ríkisins framleiðir 44.000 tonn af áburði á ári og flytur inn 24.000 tonn. Þetta skapar einnig öryggi í ræktun og gróðri landsins. Graskögglaverksmiðjur framleiddu fóður á sl. ári, 11.140 tonn. Gróðurhús framleiða mikið af dýrmætum matvælum. Lög um búfjárrækt hafa orðið árangursrík, og er búfé nú mun arðsamara en áður þekktist. Rannsóknastofnun landbúnaðarins með sínum víðtæku tilraunum og tilraunabúum hefur leyst margt vandamálið í íslenskum landbúnaði og á eftir að gera. Búnaðarháskólinn á Hvanneyri og bændaskólarnir eru einn veigamesti þáttur- inn í allri leiðbeininga- og rannsókna- starfseminni í landinu og skapa jafnframt gr- unninn að félagsstarfsemi í landbúnaðinum. Löggjöf um lífeyrissjóð bænda hefur m. a. FREYR 197

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.