Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 30

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 30
Stundum eru menn ráðnir sérstaklega til þess og svo eru áhugasamir veiðimenn, sem leggja þessu máli mjög mikið lið. Þeir taka ekki aðra greiðslu fyrir störf sín en hin lög- boðnu veiðilaun. Margir hafa góða veiði- hunda til aðstoðar við minkaveiðar, en svo er eru aftur aðrir, sem eingöngu veiða í gildrur. Til þess að halda villiminkum niðri er mikilvægt, að sem flestir landsmenn stuðli að fækkun hans á einn eða annan hátt, með því að veita veiðimönnum upplýsingar um, hvar minkurinn er, og tilkynna það án tafar til hlutaðeigandi veiðimanna. Refurinn. Ýmsir menn hafa talið, að við værum að ganga nærri refastofninum, jafnvel gersam- lega að útrýma honum, en það er mikill mis- skilningur. Allvíða er töluvert mikið um ref á íslandi, t. d. í Norður-Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu, nokkuð á Vestfjörðum og vítt og breitt um Norðurland. Á Suðurlandi er mikið minna um ref en áður, má Ijóslega sjá það af skrám um unnin greni, enda hefur verið lögð áhersla á að veiða hann þar. Nú mun orðið fátítt, miðað við það, sem áður var, að tófur leggist á sauðfé. í upp- sveitum sunnanlands ganga refir ekki að sjó, en fuglalíf hefur minnkað talsvert og rebbi hefur hreinlega ekki í sig. Þá er mikið meiri hætta á, að refir bíti. Á Tröllaskaga, í fjöllum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, er ekki óalgengt, að upp komi bitvargur. Meðan refunum fjölgar ekki frá því,sem nú er, á ég ekki von á því, að hann valdi miklu tjóni á búfé. Vargfuglinn. Hinum svonefnda vargfugli hefur fjölgað geysimikið á undanförnum árum. Offjölgun svartbaks og annarra mávategunda hefur átt sér langan aðdraganda, en hrafn hefur eink- um tímgast mikið hin síðari ár. Virðist marg- háttaður skaði og leiðindi af völdum hrafna farasífellt vaxandi. Flestum mun berasaman Sveinn Einarsson með einn af veiðihundum sínum. um það, að fjölgun þessara fugla stafi eink- um af því, hversu dyggilega þeir eru fóðraðir á alls kyns æti til sjávar og sveita. Það er svo mikið kæruleysi með hvers konar úrgang, sem þessir fuglar gæða sér á. Einkum er þetta í auknum mæli inn til landsins, stöðug- ur úrgangur frá sláturhúsum, sem starfrækt eru allt árið og frá skólum og einstökum heimilum. Auk þess eru menn kærulausari með að grafa niður gripi, sem farast. í útgerðarplássum ersamasagan. Þarfalla ógrynni til af alls konar æti, sem eðlilegt væri að koma í veg fyrir, að fuglarnir nái í. Nefna má, að þar, sem hrognkelsaveiðar eru stundaðar, fellur afar mikið til af fóðri fyrir þessa fugla. Þeim er þar búið ríkulegt veislu- borð með tugum og hundruðum tonna af æti, sem þeir lifa á. 220 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.