Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 29

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 29
Vargfugli fjölgar Veiðiverðlaun of lág Árið 1977 voru alls unnir á íslandi 1297 refir, þar af 536 íullorðin dýr og 761 yrðlingur. Af fullorðnu refunum voru 286 grendýr, en 250 refirvoru unnir utan grenja. Alls var legið á 194 grenjum. Frá þessu greinir m. a. í starfsskýrslu Sveins Einarssonar, veiðistjóra, til Búnaðarþings 1979. Þetta refastríð kostaði ríkið rúmar 34.6 milljónir króna. 4144 minkar urðu að bíta í gras vegna hernaðar minkaveiðimanna, og varð sá herkostnaður tæpar 17 milljónir króna. Skotinn var 3461 svartbakur, og er það ekki ýkja há tala miðuð við mergð þessa vargfugls, enda eru skotlaunin lág, 20 kr. á fugl, en það er ekki fyrir hálfu skoti. Þegar skrá um grenjavinnslu 1977 er skoðuð, vekur það athygli, hve norður- hluti íslands sker sig úr um fjölda unninna grenja. Á Vestfjarðarkjálkanum norðanverðum og Norðurlandi öllu austur um og Austurlandi norðanverðu, þ. e. Norður-Múlasýslu, voru 150 greni unnin og 742 dýr eða 77% unninna grenja, en 57% unninna dýra á landinu. Freyr átti stutt viðtal við Svein veiðistjóra um þessi mál og fleira. Tafla um unna refi og minka árið 1977 sýnir svipaðan fjölda unninna dýra og nokkur undanfarin ár, sagði Sveinn. Minkurinn. Minkarnir eru nokkuð færri, eða um 600 dýr- um færri en árið áður. Kemur það nok'kuð á óvart, þar sem minkurinn er að breiðast út. Kann að vera, að mörgum þyki veiðiverð- launin nokkuð lág og það hafi dregið eitt- hvað úr, að menn leggi sig fram við eyðing- arstarfið. Verðlaun eru nú 1500 kr. fyrir minkinn, en það eru orðið það dýrt að ferðast og allur búnaður svo dýr, að menn hafa greinilega dregið úr minkaveiðum. Einnig er þess að geta, að alltaf eru nokkrar sveiflur í villiminkastofninum og fjöldi dýra misjafn ár frá ári. Hitt mun þó aðalorsökin, að veiðar séu minna stundaðar. Minkurinn heldur sig þar, sem lífsskilyrði eru góð fyrir hann, þar sem mest er af smá- fiski og fugli. Þangað sækir hann og þessir staðir eru margsinnis leitaðir yfir árið. FREYR 219

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.