Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 28

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 28
Fjárframlög til tilraunastöðvarinnar hafa ávallt verið mjög af skornum skammti og fjárhagur oftast ákaflega þröngur. Hefur það tafið fyrir tilraunastarfseminni, sem skiljan- lega verður að leggja megináherslu á í til- raunastöð. Ráðamenn á sviði ríkisfjármála hafa flestir litið svo á, að sala hrogna, seiða og fisks til frálags eigi að standa undir rekstri stöðvarinnar og þar með undir til- raunastarfseminni. Slíkt er að sjálfsögðu fráleitt og mun vera einsdæmi um til- raunastöð. Athyglisvert er, að meðan fé til til- raunastöðvarinnar í Kollafirði er skorið við nögl, hefurfjárveitingavaldið lagt Fiskifélagi íslands til fé á fjárlögum á undanförnum ár- um til tilrauna með laxeldi í sjó, sem er land- búnaðarmál í eðli sínu og lögum samkvæmt. í því sambandi vaknar sú spurning, hvort líta beri svo á að laxeldi sé, þrátt fyrir ákvæði laga, allt í einu orðið sjávarútvegí iál, sem flytja eigi yfirtil Fiskifélagsins, sjávarútvegs- stofnunar, sem auk þess hefur ekki með höndum rannsóknir og tilraunir í fiskifræði. Er tími til kominn, að forráðamenn landbún- aðarins geri upp við sig, hvort þeir vilja láta flytja hluta veiðimála yfir til sjávarútvegs- stofnunar eða stuðla að því, að landbún- aðarstofnun, sem lögum samkvæmt fer með þessi mál, fái þær fjárveitingar allar, sem veittar eru til tilrunastarfsemi á sviði veiði- mála. Landið og við Framh. af bls. 204 geti notið náttúrunnar sem best. Samhliða þessu verður að fræða almenning um rétt- indi og skyldur manna gagnvart náttúrunni. Mér er minnistæð kennslukonan, sem kenndi mér fyrstu þrjú skólaár mín í einum stærsta barnaskóla Reykjavíkur. Hún var rammíslensk, kom ætíð í upphlut til kennslu og vandi okkur af létisiðum eins og þeim að ganga með hendur í vösum og styðja hönd undir kinn. Unnur hét hún, dóttir séra Kjart- ans í Hruna, Helgasonar, Eitt af því, sem ég minnist best úr kennslu hennar, er frásögn hennar af mosanum, frumkvöðlinum, sem vex án jarðvegs, jafnvel á klöppum, og ryður æðri jurtum braut, sem síðan eru grundvöll- ur búsetu okkar á Islandi. Unnur klökknaði og við táruðumst yfir hinu göfuga brautryðj- andastarfi mosans, og ég held, að allir nem- endur hafi í hjarta sínu strengt þess heit að rífa aldrei upp mosakló, hverjar svo sem efndirnar hafa orðið. Þannig á að kenna mönnum að bera virðingu fyrir náttúrunni. í þjónustu forvitninnar Framh. af bls. 206 Trauðla verður heim haldið úr slíkri for- vitnisferð án þess, að nokkrar spurningar vakni. Þessarfylgdu mérfastast: Hvermunur er í reynd á því fóðri, sem best fæst í heykögglum, og því, sem fæst úr votheyi, þegar best tekst? Hve mikið vinnst við að bjarga heyinu svo skyndilega í vandaða geymslu, að meginhluti næringarvökvanna fylgi plöntunni í geymsluna á fyrsta klukku- tímanum eftir skurðinn? Hvers virði eru þeir fyrir kindina eða kúna til fóðurs? Hversu hollir eru þeir? Og getur ekki skeð, að þeir beinlínis auki geymsluþolið? Ekki þurfa ís- lendingar að efa gildi mjólkursýru við geymslu matvæla. Það hefurreynslaaldanna sannað. En hún hefur einnig sannað, að þar eru mistökin líka þekkt. Hún geymir því að- eins, að við beygjum okkur í auðmýkt fyrir því lögmáli, sem henni hentar. Lög hennar þurfa að lærast, en þau hafa líka sannað, að þareru mistök þekkt. 218 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.