Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 23

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 23
þá sérstaklega æskilegt að notfæra hana við ár, þar sem uppeldisskilyrði fyrir lax eru óveruleg eða ekki fyrir hendi. Tilraunir með hafbeit hafa verið gerðar í tilraunastöðinni í Kollafirði og nú síðast með styrk frá Norður- landaráði í Botnsá í Súgandafirði, Fossá á Skaga og í Berufjarðará. Útgjaldaliðir við hafbeit eru kostnaður við að gera sleppitjörn við á með nauðsynlegum útbúnaði, kaup á sjógönguseiðum og flutn- ingur þeirra frá fiskeldisstöð að sleppitjörn- inni, fóður handa seiðunum í 2 til 4 vikur og fóðrun, svo og kostnaður við veiði laxanna, þegar þeir skila sér aftur í ána úr sjó. Niður- stöður af hafbeitartilraununum, sem nú standa yfir, munu gefa hugmynd um arðsemi aðferðarinnar eftir nokkur ár. Laxeldi í sjó. Ef fóðra á lax í sjó, er um þrjár aðferðir að ræða, en þær eru: 1) eldi í eldiskvíum eða netbúrum, sem fljóta í yfirborðinu, 2) í afgirt- um sundum eða sjávarlónum eða 3) í tjörn- um á landi, sem sjó er dælt í. í Noregi hefur laxa- og regnbogasilungseldi gengið vel í eldiskvíum í sjó og í sundum og sjávarlónum, en þar eru aðstæður miklum mun hagstæð- ari en hér við land, hvað snertir sjávarhita, nauðsynlegt afdrep og nálægð byggðar. Hér á landi er dæling á sjó í tjarnir á landi líkleg- ust til árangurs, þar sem nýta má jarðhita til þess að ylja eldissjóinn að vetrinum. Helstu kostnaðarliðir við kvíaeldið eru kaup á eldiskvíum, vélbáti, laxaseiðum, fiskfóðri og vinnuafli við fóðrun og hirðingu fisksins í eldiskvíum og hreinsun og viðhaldi á eldiskvíunum sjálfum. Fóður og vinnuafl eru hér hæstu útgjaldaliðirnir. Nota má loðnu og þurrfóður til fóðrunar. Eitt kíló af frystri loðnu kostar nú kr. 27,50, frysting 19 kr. og geymsla í frysti á mánuði 8,40 kr. Eftir mánuð frá frystingu kostar eitt kíló af loðnu því 54,90 kr. og hækkar síðan um 8.40 kr. á mánuði. Ef 5 kg af loðnu þarf til að framleiða eitt kíló af laxi, kostar fóðrið miðað við meðalgeymslutíma um 400 kr. á hvert kíló af uppölnum laxi. Sænskt þurrfóður kostar nú nálægt 500 kr. á hvert kíló. Sé gert ráð fyrir, að 2 kg af þurrfóðri þurfi til að framleiða eitt kg af laxi, verður fóðurkostnaðurinn á kg um 1000 kr. Af laxeldi í kvíum í sjó er enn sem komið er lítil reynsla fyrir hendi hér á landi. Fiskifélag íslands gerði tilraun með kvíaeldi frá því í júlí 1972 þartil í maí 1973, að gat kom á kvína og hluti seiðanna synti út úr henni. Var þá til- rauninni hætt. Árið 1973 vargerð tilraun með sumareldi laxaseiða í eldiskví í sjótjörn í til- raunastöðinni í Kollafirði. Síðar gerði Fiski- félagið tilraun með kvíaeidi í Höfnum á Reykjanesi, en henni varð ekki lokið vegna óhapps eða skemmdarverka. Árið 1975 hófu tveir menn kvíaeldi með lax í Fáskrúðsfirði, nálægt Búðum. Urðu ýmsir erfiðleikar á vegi þeirra við eldið svo sem af völdum ísa og fugla. í aftakaveðri í janúar 1978 misstu þeir félagar allan laxinn úr annarri eldiskvínni, sem fiskur var hafður í. Áætlaði annar Fáskrúðsfirðinganna, Sigurður Arnþórsson, í blaðaviðtali í september 1978, að alls hafi þeir félagar sleppt í kvíarnar 15 þúsund lax- aseiðum, og taldi hann gott, ef þeir fengju 10% af því sem góðan lax. Haustið 1978 var laxinum lógað og hann seldur. Stærstu lax- arnir vógu 10—15 pund, en meðalþyngdin var 7—8 pund. Sigurður taldi, að tap hafi orðið á tilrauninni, og var henni hætt. Silungseldi. Klak og eldi silungs er stundað samtímis lax- eldi í eldisstöðvunum hér á landi. Þarf sams- konar útbúnað við klak og eldi silungs eins og við lax og tilsvarandi hirðu og fóður. Að vísu er þurrfóðrið fyrir silung aðeins ódýrara en fyrir lax, og hirðing er heldur minni við silunginn. Kostnaður er þó nær sá sami við eldi silungs og lax, en markaðsverð á silungi er svo lágt, að það borgar sig ekki fjár- hagslega að stunda silungseldi eins og að- stæður eru nú. Ef t.d. loðna er notuð sem fóðurfyrir silung, má gera ráð fyrir, að fóður- kostnaðurinn geti með núverandi verði verið 70—80% af markaðsverði silungsins. FREYR 213

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.