Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 9

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 9
Þótt flestir landsmenn séu þeirrar skoðun- ar að miða búvöruframleiðslu við innan- landsþarfir, þá er það ekki eins auðvelt og menn halda, það gerir breytilegt árferði. Það er staðreynd, að allmargir landsmenn hafa atvinnu við þjónustustarfsemi landbún- aðar og þann iðnað, sem byggist á landbún- aði. Þennan iðnað þarf að efla og flytja ekki úr landi ullar- né skinnavörur nema fullunn- ar. Á þennan hátt má auka iðnað í landinu. Framleiðslu- og markaðsvandamálin hafa verið bændastéttinni augljós hin síðari ár og því mikið rædd og tillögur gerðar og farið fram á lagabreytingar þar að lútandi. Ég vil líka minna á það, að víðtækt samstarf hefur verið tekið upp í sumum málum og Búnað- arþing 1977 lagði til, að skipuð yrði nefnd til að kanna markaðshorfur á búvörum er- lendis. Nefnd þessi hefur skilað áliti. Búnað- arþing 1978 lagði enn fremur til, að komið yrði á 7 manna nefnd til þess að kanna þær leiðir, sem skynsamlegast er að fara í fram- leiðslumálum, undir þeim kringumstæðum, sem ríkja. Nefnd þessi hefur skilað áliti, og liggur það fyrir í frumvarpi á Alþingi og Bún- aðarþingi gefst kostur á að segja álit sitt á máli þessu. Það er almenn skoðun hjá íslensku þjóð- inni að halda beri landinu öllu í byggð, þar sem lífvænlegt er. Við höfum auðug fiskimið hringinn í kringum landið og kaupstaði og kauptún, þar sem fólk hefur mesta atvinnu við sjávarafurðir. Sveitirnar— dreifbýlið — bændabýlin, það fólk, sem þar býr, verður alltaf tengiliður á milli þéttbýliskjarna og lifir mest á landbúnaði. Því verður að gæta þess, ef óhagkvæmt þykir að framleiða búvörur eins mikið og nú er, að finna nýjartekjulindir, með því að koma á fjölþættara atvinnulífi í sveitunum. Við stöndum á tímamótum, þar sem vel þarf að gá að sér, og verkefni dagsins er það að breyta stefnu í landbúnaði til samræmis við breyttar neysluvenjur og til samræmis við þá byggðastefnu, sem þróast í landinu. Ég er bjartsýnn á, að bændastéttinni takist að finna leiðir og aðlagast breyttum tímum og hasla sér völl, en því aðeins tekst þetta, að bændur standi fast í ístaðinu hver hjá sér og ekki síður sameiginlega. Það tekur oft langan tíma að byggja upp. í upphafi máls míns lýsti ég aðdraganda að stofnun Búnaðarfélags íslands og þeim tíma, sem það tók að koma á þeirri stefnu, sem þá var mörkuð. Það hefur oft þurft að staldra við og athuga þá stefnu og færa út kvíarnar á einu sviði, um leið og þær dragast saman á öðru. Þetta hefur tekist mætavel og ég lít björtum augum á, að gifta fylgi þeirri stefnumörkun, sem nú er fram undan og þetta Búnaðarþing, sem nú er að hefjast, mun eiga hlut að. Búnaðarþing er að byrja, nýtt kjörtímabil að hefjast og þeir eru margir þingfulltrúar, sem taka sæti hér í fyrsta sinn, og býð ég þá sérstaklega velkomna, um leið og ég býð alla þingfulltrúa velkomna til Búnaðarþings. Þá þakka ég fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra, Halldóri E. Sigurðssyni, gott sam- starf við Búnaðarfélag íslandsá liðnum árum og einnig þakka ég honum allar þær laga- breytingar, sem hann beitti sér fyrir land- búnaðinum til heilla í sinni ráðherratíð. Ég býð velkominn til starfa Steingrím Hermannsson, landbúnaðarráðherra, og þakka honum þann mikla áhuga, sem hann hefur þegar sýnt landbúnaðarmálum. Ég óska þess, að gifta megi fylgja störfum Búnaðarþings og að því megi auðnast nú sem oft áður að benda á leiðir til lausnar á vandamálum landbúnaðarins. Að endingu þakka ég meðstjórnendum mínum, búnaðarmálastjóra, ráðunautum og öðru starfsfólki Búnaðarfélags íslands gott samstarf og vel unnin störf. 61. Búnaðarþing er sett. FREYR 199 2»

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.