Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 34

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 34
frystar og notaðar síðar. Finnskur búfjár- fræðingur, T. Lindström, sem var á ferð í Kanada og er heimildarmaður að þessari grein, heimsótti tilraunastöð eina í Kanada, þar sem 25 frjóvguð egg að meðaltali voru flutt á milli mæðra á viku. Bændur mega koma með kýr sínar til stöðvarinnar, ef þeir vilja láta eggfesta (fá frjóvgaðar eggfrumur í) þær. Sé eggfruman t. d. úr hægri eggja- stokknum á annarri kúnni, er hið frjóvgaða egg fest með skurðaðgerð einnig í hægra eggjastokkinn á hinni kúnni. Áhugi á frjóv- guðum eggfrumum er útbreiddur meðal bú- fjárræktarmanna víða um heim, og frystar eggfrumur eru fluttar landa á milli. Þarna koma til sögunnar viðskiptahagsmunir og ábatavon, því frjóvgaðar eggfrumur úr völd- um dýrum af góðum kynjum eru seldar dýr- um dómum. Eggfrumurfrá þessu kanadiska tijraunaþúi voru t. a. m. seldartil útlandafyrir jafngildi 570 000 ísl. kr. hver fruma. Ekki ber áöðru en að menn hafi veriðfúsirtil að borga þetta fyrir frjóvgaða eggfrumu úr völdum foreldrum. Meðan á eggflutningi stendur, má enginn óviðkomandi vera nærstaddur. Kanadisku tilraunamennirnir sögðu það afar sjaldgæft, að nokkur skakkaföll yrðu í sambandi við þessa aðgerð. Þær kýr, sem notaðar eru til að gefafrjóvg- aðar eggfrumur, eru ekki notaðar til mjólkurframleiðslu jafnframt. í þessum 500 tilraunum, sem höfðu verið gerðar á stöð- inni, voru 54% nautkálfar en 46% kvígur. Frjóvguðu eggin eru flutt, þegar þau eru sjö daga gömul. Hér á landi mun flutningur frjóvgaðra eggja ekki hafa verið reyndur, en gæti e. t. v. haft hagnýtt gildi í framtíðinni. Nauðsynlegt er að hafa stjórn á beiðsli kúnna í þessu sambandi, og þess má geta, að nú er unnið hér á landi að samstillingu gangmála kúa, svo sem fram kemur í grein eftir Ólaf R. Dýr- mundsson í 8. tbl. Freys 1978. Sjá einnig greinina „Nýjung í búfjárkynbótum" eftir Erlend Jóhannsson í Frey nr. 11 —12,1975. J. J. D. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á nýafstöðnu Búnaðarþingi sem afgreiðsla á erindi Sambands dýraverndunarfélaga íslands um útigang búfjár á vetrum: Búnaðarþing 1979 ítrekar fyrri samþykktir um bætta forðagæslu, og í því sambandi má geta um útgáfu handbókar til að auðvelda forðagæslumönnum starf sitt. Þingið hvetur alla þá, er búfé hafa undir höndum, að vanda sem best alla meðferð þess og minnir hreppsnefndir og bæjarstjórnir á skyldur þeirra samkvæmt búfjárræktarlögum um, að forðagæslu og fóðurskoðun sé framfylgt af nákvæmni, eins og ætlast er til í umræddum lögum. Greinargerð. Búnaðarþing metur að verðleikum óeigingjarnt starf Sambands dýraverndunarfélaga íslands að dýraverndunarmálum. Á undanförnum árum og áratugum hafa orðið miklar og ánægjulegar framfarir í meðferð búfjár hér á landi með meira og betra fóðri, bættum og auknum húsakosti. Vaxið hefur skilningur á því, að þá aðeins, að þessirþættir séu í lagi, er hægt að fá góðar og viðunandi afurðir, svo og hitt, og ekki síður, er ekki annað viðunandi á þeim velmegunartímum, er við lifum á, en að vel og sómasamlega sé að öllum húsdýrum búið, annað er ekki sæmandi íslenskri bændastétt, svo og öllum þeim, er búfé hafa undir höndum. En þrátt fyrir það, sem hér er sagt, skortir enn nokkuð á, að þessir hlutir séu í eins góðu lagi og vera ætti og vera þyrfti. 224 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.