Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 17

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 17
ÞÓR GUÐJÓNSSON: Ástand og horfur í veiðimálum Um þessar mundir er mikið rætt um framtíðarstefnu í landbúnaðarmálum. Offramleiðsla er í hinum hefðbundnu búgreinum svo sem framleiðslu kinda- kjöts, mjólkur og mjólkurafurða. Litið hefur verið til svokallaðra auka- búgreina til þess að létta bændum róðurinn við að draga úr offramleiðslu áðurnefndravara og rætt um að fara ívaxandi mæli inn áönnursvið með það fyrir augum að skapa þeim bætta lífsafkomu og viðhalda sem best núverandi byggðajafnvægi í landinu. í þessari grein mun ég aðeins ræða um þær aukabúgreinar, sem varða lax-, silungs- og álaveiði, fiskrækt og fiskeldi, en þessar greinar í heild sinni eru kallaðar veiðimál, samkvæmt skilgreiningu laxveiðilaganna. Þá mun ég ræða um stöðu veiðimála nú og um framtíðarhorfur þeirra. I. Laxveiðimálin. Laxinn er verðmætasti vatnafiskur okkar. Hann elst upp í fersku vatni framan af, en sækir mest af vexti sínum í hafið. Hér á landi voru um 60 laxár fyrir um það bil aldar- fjórðungi, en eru nú um 80. Á síðustu áratug- um hefur verið unnið að fiskrækt í ánum með ýmsu móti, m. a. með því að sleppa seiðum, gera fiskvegi, lagfæra árfarvegi, skipuleggja veiðina, koma á veiðieftirliti og fleira. Árang- urinn af þessu starfi hefur m.a. komið fram í því, að laxveiðin í landinu hefur rúmlega fjórfaldast að tölunni til á síðasta aldar- fjórðungi og margfaldast að verðmæti og þjóðhagslegu gildi. Um 70% af laxi hér á landi veiðast á stöng og um 30% í net. Stangaveiðin hefur gefið af sér mun meiri tekjur fyrir veiðieigendur en netaveiðin, og auk þess hefur stangaveiðinni fylgt starfsemi við árnar, sem veitt hefur at- vinnu. Veiðimannahús hafa verið byggð við flestar ár, og eru þau yfirleitt í eigu veiðifé- laganna. Á undanförnum áratugum hefur { sambandi við stangaveiði verið byggt upp viðskiptakerfi, sem hefur reynst mikilvægt með tilliti til dreifingar á stangaveiðileyfum. Auk íslendinga veiðir hér á landi fjöldi er- lendra veiðimanna. í nýlegri úttekt Lands- sambands veiðifélaga er áætlað, að gjald- FREYR 207 3*

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.