Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 14

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 14
árum færist meira á heimahagana, sem þola áganginn betur. Mér hefur því miður virst sumir bændur taka þessari ábendingu illa, þeir bæði neita því, að um ofbeit sé að ræða, og telja það afskiptasemi, að þeim sé meinað að nýta beitilönd sín að eigin vild. Ég tel, að bændur, sem með réttu eiga stóran hluta landsins, eigi að ganga fram fyrir skjöldu og vernda sína eigin eign, gæta þessarar sér- stæðu auðlindar, sem þeim er falin. Þannig geta þeir lagt fram einn veigamesta skerfinn til náttúruverndar, sem nokkur stétt þjóð- félagsins getur reitt af hendi. Náttúrunni er best borgið í höndum slíkra einstaklinga, sem umgangast hana daglega, þekkja hana og eiga lífsafkomu sína undir henni. Þetta er betri vernd en nokkur stjórn eða ráðuneyti í höfuðstöðvunum getur veitt, persónuleg vernd, gagnkvæm vernd náttúrunnar og bóndans. Hér er ekki aðeins átt við vernd gegn ofbeit, heldur vernd gegn hvers konar áníðslu, ótímabærri umferð farartækja, vegalagningu og mannvirkjagerð, sem spillir náttúrunni, ofveiði villtra dýra, efnistöku og ýmsum öðrum aðgerðum. Því er mikil nauð- syn að tryggja rétt einstaklingsins á landar- eign sinni og um leið að gera honum Ijóst, hvílík ábyrgð það er að eiga stóra eða litla landareign með öllum þeim auðlindum, sem henni fylgja, og að þessum auðlindum á hann að skila sem minnst skertum eða helst bættum í hendur næstu kynslóðar. Rétt vernd. Náttúruvernd er ekki endilega fólgin í því að halda náttúrunni óbreyttri, náttúruvernd er fremur fólgin í því að viðhalda eðlilegu jafn- vægi milli einstakra lífrænna og ólífrænna þátta í náttúrunni, hinu náttúrlega jafnvægi. Maðurinn er hluti náttúrunnar, reyndar veigamikill hluti hennar að okkar mati. Þess vegna eigum við að fella manninn, bændur sem hinn landlausa almenning stórborg- anna, inn í náttúruna. Hinn landlausi al- menningur á eðlilegan rétt á að njóta náttúr- unnar eins og aðrir. Borgarbúum er áreið- anlega ekki síður andleg nauðsyn að „minn- ast við mold og steina" til þess að slaka á spennunni úr samkeppnisumhverfinu. Það kemur að því, að suðið í ánum verður eftirsótt, og augu fólks eru nú smám saman að oþnast fyrir gildi náttúruverndar. Áég von á því, að eftir nokkur ár verði tekið meira tillit til sjónarmiða náttúruverndarmanna en nú er gert. Náttúruvernd er engum óviðkom- andi, og einhvern tíma kemur að því, að borgarbúar og dreifbýlismenn sameinast í mikla og almenna fjöldahreyfingu, e. t. v. pólitískt afl, sem vinnur gegn hvers konar spillingu náttúrunnar, og getur kannski boðið hinum opinberu eyðingaröflum byrginn, þannig að mannvirkjagerð og fram- kvæmdir miðist við manninn, einstaklinginn, en þjóni ekki gróðahyggju hans. Slík her- kvaðningkemur,ogermikilvægt,aðþaðverði ekki um seinan, og væri verðugt, að hin óopinberu náttúruverndarfélög færu að víkka starfssvið sitt þannig, að þau ekki bara berðust fyrir friðun einstakra svæða eða náttúrufyrirbæra, heldur tækju allt umhverfi mannsins, dreifbýli og þéttbýli, og ynnu að því að gera þetta umhverfi manninum eðli- legt og vistlegt. Þegar við höfum hægt á lífsgæðakapp- hlaupinu, ættum við að hafa tíma til að njóta umhverfisins, auðlindanna, sem við ekki veitum athygli í dag. Má hér nefna veðrið, bókmenntirnar, nágrannana, heimilið og náttúruna. Þetta eru raunverulegar kjara- bætur. Landið er öllu fólki opið til afnota, en því miður virðast menn almennt svo áhrifa- gjarnir, að þeir leita á sömu staðina, svo sem Þórsmörk, Jökulsárgljúfur og Skaftafell, en hafa eiginlega ekki uppgötvað sjálft landið. Þessir sérkennilegu staðir verða oft fyrir svo miklu álagi, að ekki verður hjá því komist að stjórna umferðinni þar, og er þá verið bæði að opna landsvæðið, t. d. með vegum, og vernda það með sérstökum göngustígum, tjaldstæðum og sorpbrennslu. Þetta er mikið og vandasamt starf, en stefnir að því, að allir Framh. á bls. 218 204 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.