Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 16

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 16
einfalda hátt að leggja fram alla þá vélar- og vinnuorku, sem hver átti yfir að ráða, og heyjuðu sameiginlega, án þess að stofna til nokkurs allsherjar félagsskapar um aðra þætti búskapar. Og þó það kunni að þykja lyginni líkast, — ef ekki er fastar að orði kveðið, — mun það þó satt, að í heyskapinn eyddu þeir þrem dögum á heimili. En hver einstaklingur lagði fram sín heyvinnutæki, sinn vélakost og sitt heimafólk. Miðfirðingar virðast hafa fullhirt um 100 m3 á dag að meðaltali og miða þá við þrjár dráttarvélartil sláttarog heimakstursog eina til innaksturs, jöfnunarí hlöðu og þjöppunar á heystæðunni. Heyið var geymt undir plastfeldum. • Félagsheildir þær, sem til var efnt, voru ekki margþættar. í einni voru tveir, í annarri þrír, en hinni þriðju fimm bændur. Þó virtist skemmra milli afurða af búi en almennt mun þekkt, þegar slíkt er metið í heildartölum, og niðurstöður allar óvenju glæsilegar. Það skal tekið fram, að hér verða aðeins taldir sex af þessum tíu. Þeir fjórir, sem hér eru ekki taldir með, munu ekki hafa átt þess kost sl. vetur að fóðra á þennan hátt. Þeir geta því ekki gefið full svör við þeim spurn- ingum, sem hér er verið að velta fyrir sér. • Niðurstöður þessara sexmenninga frá árinu 1978 virtust í aðaldráttum á þessa leið: Ær á Dilkakjöt Kjöt Nr. skrá eftir á, kg samt. kg 1 282 31,4 8 854,8 2 ................... 250 29,5 7 375,0 3 ................... 317 29,0 9 193,0 4 ................... 282 28,3 7 980,6 5 ................... 400 23,0 9 200,0 6 ................... 150 22,7 3 405,0 Samt. og meðaltal 1 681 27,37 46 008,4 Þessir sex bændur framleiða því rúm 46 tonn af kjöti eftir 1.681 á eða 27,37 kg eftir hverja á að meðaltali. Um það verður ekki deilt, að þetta er glæsileg niðurstaða. Hér kemur furðumargt til álita, og vakna því margar og ólíkar spurningar. Það er t.d. athyglisvert, að yfirleitt hitnar ekki í heyjun- um. Þar er ein undantekning í sögu þessa máls frá þessu sumri. En hún er ekki hér með, svo hún verður ekki viðfangsefni í þetta sinn. En þar hitnaði í heyinu og entist sá ylur talsvert fram á vetur. Tjón á gripum mun ekki hafa af því hlotist (svo vitað sé.) Á það er þó vert að benda, að langstæður hiti í heyjum, verður trauðla talinn til bætikosta. Annað er og vert að benda á, sem kom fram hjá einum bónda. Seint á jólaföstu tók hann nokkra bagga þurra, sem hann hafði lagt ofan á plastfeld, sem hann breiddi ofan á heyið, og gaf þá með. Baggarnir virtust hreinir, þó verður því ekki neitað, að þeir voru ,,síðslægjulegir“. Skömmu eftir, að hann breytti um gjöfina, veiktust nokkrar kindur og féllu tvær í valinn. Virtist með þorrakomu, að þrjár hefðu ekki enn náð fullri heilsu, þótt ætla mætti, að meira tjón mundi ekki af þessu hljótast en þegar var orðið, enda mun bóndinn þegar hafa hætt að gefa af böggunum, er hann varð lasleikans var. Á eitt skal enn bent, er sýnir, að meðferð þessa fjár var drjúgum fyrir ofan meðallag. Ég kom á þrjá af þessum bæjum fyrsta og annan þorradag í vetur. Á þeim öllum stóð rúning yfir. Sá ég þar enga kind klippta svo, að ullarskipti voru ekki það langt komin, að fylling ein væri klippt. Dugar það eitt til að sanna, að þar réði ekki skussamennska skömmtuninni né því, hversu skammtað var. Óneitanlega hafa tuggurnar gefist vel, en játa skal ég það, að skilin voru ekki glögg. En þess ber að gæta, að trúlegt er, að ullarskil verði því ógleggri, sem þau gerast fyrr, og við fyllra eldi. Þá myndast enginn bláþráður á hárleggnum. Þess vegna heldur alið fé ull- inni betur en vanfóðrað. Fóðurbætir virtist mér notaður mjög í hófi — að sögn fáa daga fyrir og í byrjun fengitíma og þá í smáum stíl, og fvrir og um sauðburð, en þá allríkulega. Framh. á bls. 218 206 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.