Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 13
FREYR
BUNAÐARBLAÐ
76. árgangur
Nr. 1, jan. 1980
Útgefendur:
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
ÓLI VALUR HANSSON
Ritstjórl:
JÓNASJÓNSSON
Aöstoðarritstjóri:
JÚLÍUS J. DANIELSSON
Heimilisfang:
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
Áskriftarverð kr. 8000
árgangurinn
Ritstjóm, innhelmta, afgrelfisla og
auglýslngar:
Bœndahöllinni, Reykjavfk, sfmi 19200
Rfklsprentsmlðjan Gutenberg
Reykjavfk — Simi 84522
EFNI:
Á nýju ári
FJalldrapi og fé á beit
Búvélaprófanir
Mykjan látin hníga fyrir bakkann
Rjúpurnar í Holti
Námskeið í búfræði
Mjólkurbú flóamanna 50 ára
Molar
- r\
Á nýju ári
Fyrst nokkur orð um blaðið á þessu nýbyrjaða ári. í ráði er
að breyta nokkuð útliti blaðsins. Breytt verður um letur og
uppsetningu dálka, þannig að myndir fari betur og síður
blaðsins verði drýgri. Væntanlega verður einnig breytt um
gerð pappírs, þó ekki þannig, að slegið verði af kröfum um
góðan og varanlegan pappír. Auk þessa verður reynt að
lífga enn frekar upp á blaðið. Varlega skal þó farið í að lofa
miklu um árangur þeirrar viðleitni.
Þar sem fyrirhuguð er breyting leiðir til þess, að meira
efni rúmast á síðum blaðsins, er ráðgert að fækka örkum í
árganginum, og eru ekki gefin fyrirheit um, að út komi
meira en 65 arkir í 24 heftum í stað 72 arka áður.
Þrátt fyrir þetta verður ekki komist hjá því að hækka
áskriftarverð blaðsins, og hefur það verið ákveðið kr. 8.000
í stað kr. 5.500 á síðasta ári. Það er þó allmiklu minna en
hækkun prentunarkostnaðar, sem er nær60% milli þess-
ara ára.
Kaupendum Freys hefur heldur fjölgað síðustu árin, og
eru þeir nú um 3920. Enn vantar þó verulega á, að allir
bændur sjái Frey að jafnaði.
Freyr er nú eina blaðið sinnar tegundar og gerðar hér á
landi og hefur því miklu hlutverkiað gegna. Hann á jafnt að
miðla þekkingu til bænda, milli bænda og frá þeim til ým-
issa leiðbeinenda, svo sem ráðunauta, kennara og rann-
sóknarmanna.
Hann á jafnt að fjalla um fagleg mál, kjaramál og félags-
mál landbúnaðarins og bændastéttarinnar.
Landbúnaður er bæði fjölþættur og síbreytilegur at-
vinnuvegur. Faglegar nýjungar eru sífellt að koma fram á
sjónarsviðið, sumar erlendis frá, aðrar af innlendum toga.
— Þær þarf að kynna, meta og reyna, hvað við á við hverjar
aðstæður. Viðhorf í kjaramálum, framleiðslu- og sölumál-
um eru sífellt að breytast. — Þau þarf að kynna og ræða,
þannig að hægt sé að móta stefnuna hverju sinni á sem
traustustum grunni. öllu þessu þyrfti Freyrað getasinnt, ef
vel ætti að vera. Aðstandendum hans er fyllilega Ijóst, að
það er af vanefnum gert, en lesendur blaðsins, bændur og
sveitafólk, gætu þarna komið til liðs með því að senda
blaðinu efni, í hvaðaformi sem væri. Greinar, lesendabréf,
með hvers konar ábendingum eða fyrirspurnum, allt er
þettavel þegið, og hefurreyndar hvað eftirannað verið eftir
því óskað hér í blaðinu, að meira bærist af slíku efni.
FREYR
1