Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 28
Mesta/minnsta vídd
griparma ................. 1980/1430 mm
Lengd ytri meiða
m/framlengingu ................ 2900 mm
Lengd innri meiða ............. 2650 mm
Slaglengd vökvatjakks .......... 550 mm
Þvermál tjakkstangar ............ 30 mm
Stærð hjólbarða .............. 400x8
Þyngd .......................... 290 kg
Úr niðurstöðum prófunar.
Baggagreipin Condor 600 kom til prófunar í
júlí 1978. Prófun lauk í ágúst 1979. Á
reynslutímanum var tækið notað við með-
höndlun á um 9000 böggum.
Vinnubrögð. Þegar safnað er dreifðum
böggum með tækinu, er ekið eftir vellinum í
lengdarstefnu bagganna. Þá hvílir það á
gúmmíhjólunum tveimur. Stilla þarf lengd
keðjanna, sem halda greipinni í láréttri
stöðu, með nokkurri nákvæmni. Er það gert
með skrúfboltum. Miðhólfið verður að fylla
fyrst, síðan tvö hin ytri. Þegargreipin erfull,
eru ytri meiðarnir dregnir saman með vökva-
tjakknum ofan á henni. Því næst er greipinni
lyft og hlassið losað á vagn eða í stæðu.
Til þess, að vinnan gangi sem greiðast, er
mikilvægt, að vökvakerfi dráttarvélarinnarsé
búið tveimur stjórnlokum. Séu slíkir lokar
ekki fyrir hendi, verður að opna og loka
krana á vökvarásinni í hvert sinn, er greipin
er hlaðin eða losuð.
Vökvatjakkurinn getur verið hvort heldur
ein- eða tvívirkur, þar eð gormar sjá um að
þrýsta meiðunum sundur, þegar hlassið er
losað. Við hleðslu á vagn er best, að skjól-
borð séu lág. Er þá frekar hægt að losa
hlassið án þess, að baggarnir detti hver um
annan þveran. Mikilvægt er varðandi losun,
Ár1979
að afstaða keðjanna sé rétt, svo að greipin
haldist lárétt í mismunandi hæð.
Hægt er að aka allgreitt við söfnun bagga,
7—9 km/klst., sé túnið vel slétt. Ekki kom að
sök, þó baggar lentu upp á rönd í greipina.
Töluverður sláttur er á greipinni á ósléttu
landi, vill þá bera við, að meiðarnir rekist í
jörð og bogni.
Ef nota á baggagreipina jafnframt til
flutninga á bundnu heyi, þarf fyrst að stafla
böggunum með henni í stæður. Síðan eru
tveir innri meiðarnir fjarlægðir og hinir ytri
lækkaðir. Nær þá baggagreipin til tveggja
laga í stæðunni og getur tekið tólf bagga í
ferð.
Með hlassi vegur greipin um 600—650 kg.
Þungamiðja hennar lendir alllangt framan
við dráttarvél (eftir gerð ámoksturstækis).
Því er nauðsynlegt, að hún sé vel þyngd nið-
ur að aftan. Ennfremur þarf vökvakerfið að
vera í góðu lagi, og mikill vinnuléttir er að
vökvastýri við notkun greiparinnar.
Afköst. Til þess að ná viðunandi afköstum
með baggagreipinni þarf til að koma æfing
og leikni ökumanns og samæfing við þann,
er stjórnar heyvagninum.
Niðurstöður vinnumælinga benda til, að
afköst við hleðslu bagga á vagn séu 5—8
baggar/mín. Sé reiknað með, að tveir menn
starfi að hirðingunni og baggarséu um 25 kg
að meðaltali, verða afköstin 1,2—2,0
mannmín./hb. Til samanburðar má geta
þess, að handhleðsla dreifðra bagga á vagn
tekur oft um 3,0 mannmín./hb.
Hvanneyri, október 1979.
Bútæknideild.
Prófun nr. 498
NEUERO HEYBLASARI
Heyblásarinn Neuero AG 4 var reyndur af
Bútæknideild Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins sumarið 1979. Var hann notaður
við flutning á um 170 tonnum af heyi. Snún-
ingshraði blásarans er um 1300 sn./mín.
(aflúttak 540 sn./mín.), en það er óvenju mik-
ill snúningshraði á heyflutningsblásara.
Miðað við 1100 sn./mín. afkastar blásarinn
16
FREYR