Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 26

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 26
hlið vagns (eða flutningstækis), en bagga- tínan er tengd í það með tenginagla. Hún gengur á tveimur gúmmíhjólum, sem jafn- framt knýja færikeðjur tækisins. í bagga- stokknum eru færikeðjurnar, önnur að framan, en hin að aftan. Baggastokkurinn vísar nánast lóðrétt upp (81°), en hallar um 8,6° að vagninum. Fremri færikeðju er haldið að hleðslustokk með gormum. Gefur hún því eftir, háð því hvernig baggarnir snúa í stokknum, um allt að 15 sm. Áfærikeðjunum eru lykkjur með 15—23 sm millibili. Þær standa um 3,5 sm út úr keðjunni og grípa í baggana. Framan á tínunni er trektlaga renna úr 50 mm rörum, sem beinir böggun- um að færikeðjunum. Baggarnir nema fyrst við aftari keðjuna, sem lyftir þeim upp á endann, en þá grípur fremri keðjan einnig í þá. Ofan á tínunni hægra megin er renna, sem beinir böggunum inn á vagninn. í flutn- ingsstöðu er baggatínunni sveiflað aftur yfir sig í lárétta stöðu, og er beisli á enda hennar til að festa í dráttartæki. í báðum burðarhjól- unum eru spyrnutengsli, sem tengja drif- búnaðinn við hjólin. Mesta hæð, vinnslu-/flutnings- staða ....................... 4260/2500 mm Mesta breidd ..................... 1810 mm Lyftihæð bagga ................... 2850 mm Breidd baggastokks ................ 540 mm Þykkt baggastokks ............ 330—480 mm Hraðahlutfall færikeðja/ökuhjóla .... 0,43 Sporvídd ......................... 1280 mm Hjólbarðar ................... 560x15 Tala smurstúta ................... 21 stk. Þyngd ............................. 392 kg Úr niðurstöðum prófunar. K. R. baggatínan kom til prófunar í lok júlí- mánaðar 1979 og var notuð við hleðslu heybagga á vagn alls um 35 klst. Vinnugæði. Baggatínan nemur upp heybagga, sem liggja í röðum á vellinum, og flytur þá upp á vagn. Baggatínan er hlið- tengd á vagninn (eða annað flutningatæki) og lyftir böggunum í allt að 2,85 m hæð. Það auðveldar hirðingu, ef baggarnir liggja í beinni röð og snúa langs eftir henni. Þver- stæðir baggar geta tafið hirðinguna, en van- ur ökumaður á að geta beint þeim í rétta stefnu inn í inntaksop baggatínunnar. Undir langflestum kringumstæðum hleður baggatínan böggunum greiðlega og tafa- laust upp á vagn. Inntaksop baggatínunnar miðastvið, að lengd baggaséábilinu 70—90 sm. Fari baggalengdin mjög mikið út fyrir þau mörk, koma fram vandkvæði við hirð- inguna. Baggatínan var reynd við hirðingu á illa þurrum böggum (40—50% þurrefni) og einnig við hirðingu á böggum með nætur- áfalli. Virtist það ekki koma að sök að öðru leyti en því, að verr gengur að stjórna bögg- unum inn baggarennuna.1) Við þessar að- stæðurbareinnig við, að baggarnirféllu ekki á vagninn fyrr en hinn næsti ýtti á þá.1) Ef baggar eru mjög laust bundnir, kemur fyrir, að þeir aflagast og stöðvast við inn- taksop vegna þess, að færikeðjurnar ná ekki tökum á þeim. Ekki kemurað sök, þótt bagg- arnir liggi á hliðinni, því að hæð fremri færik- eðjunnar lagar sig eftir því og liggur ávallt þétt að böggunum. Afköst baggatínunnar eru háð ýmsum að- stæðum, svo sem fjarlægð á milli bagga á vellinum, sléttleika landsins o. fl. Vinna við stöflun bagga á vagn krefst tveggja manna, auk ökumanns, ef hafa á undan baggatín- unni. Sé hins vegar notaður stuttur og lág- byggður vagn með háum grindum, á að vera óþarfi að raða böggunum á hann. Ef þörf krefur, getur ökumaður kastað þeim til í vagninum einu sinni við hvert hlass. Nokkrar vinnumælingar voru gerðar varð- andi notkun baggatínunnar. Nettóafköst mældust mest um 12 baggar á mínútu. Við hleðslu áfremur litlum spildum voru afköstin oft 6—8 baggar/mín., og fóru þá um 30% heildartímans í snúninga og vagnaskipti. Af- köstin mældust minst 3—4 baggar/mín. við hirðingu í næturáfalli á litlum spildum, eðaef mjög langt var á milli bagganna á ósléttu landi. Hvanneyri, október 1979. Bútæknideild ' ') Samkvæmt upplýsingum framleióanda hefur verið bætt úr þessum ágalla. 14 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.