Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 32

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 32
hvernig einnig þeir, margir hverjir, geta orðið aðnjótandi þess gleðigjafa, sem góður og ódýr tæmibúnaður við mykjuhúsið er. Ég hef það nefnilega á tilfinningunni, að tæming mykjunnar undan kúm á meðal kúa- búi sé víða eitt af meiri háttar vandamálum búsins. Menn eru ýmist með venjuleg ámoksturstæki, ellegar þá vélknúnar sugur, dælur eða snigla. Sumum gengur vel, öðrum illa og margir eru í stökustu vandræðum. Það er þess vegna aldeilis stórfurðulegt, hve fáir (ég held þeir séu fáir) hafa í upphafi eða eftir á, eins og ég, komið fyrir lokubúnaði við botn hússins, þar sem dreifari getur bakkað undir, og látið svo þyngdarlögmálið um að fylla hann fljótt og vel. Stofnkostn- aðurinn er lítill, reksturskostnaður núll. Til þess að vera nú alveg heiðarlegur, þá er best, að ég segi það, að hér í minni sveit eru þetta engin ný sannindi, því einir 4—5 bændur hafa svona búnað og létu setja hann, þegar haughúsin voru byggð. Það er auðvitað langbest, þá er lokan sett í botn hússins og bakkað undir. Hjá öllum þessum mönnum er landslagið þannig, að auðvelt var að fá þann hæðarmun, sem til þarf. En nú er ég búinn að sjá það, að það þarf enga sérstaka aðstöðu til þess, að þetta sé unnt. Það gerir ekkert til, þótt tröðin halli dálítið að húsinu, og það dugar líka vel að hafa lokuna neðst á veggnum. Bolta bara lokuna í vegginn og brjóta svo með múrbrjót gat inn að mykjunni. (Best að húsið sé þá tómt). Þetta er þá hið nýja fagnaðarerindi, sem ég boða bændum þessa kalda lands, og ég segi það enn og aftur, að ég er alveg undrandi á, hve fáir hafa séð Ijósið, bændur, og — ég held ég megi fullyrða það — þeir sömuleiðis, sem fást við að leiðbeina bændum um hag- kvæmni í byggingum sínum. H. Bretar færðu Kínverjum að gjöf náfrænda holdanautanna í Hrísey. Galloway-naut, sem varnotað í Hrísey, bæði í fyrra og eins núna í vetur, heitirGrange Con- venanter. Það er frá James Biggar Chappel- ton, Castle-Douglas. Nokkrir kálfar undan þessu nauti eru fæddir í Hrísey. Nautið, sem alþýðulýðveldinu í Kína var gefið, þegar Húa-Kúó-Feng var í Bretlandi fyrir skömmu, og flutt verður til Kína næsta vor, er sonarsonur Grange Convenanter. Án alls efa hefur hið besta verið valið til þess að senda til Kína, sem sýnir, að við höfum líka valið það besta til að flytja til landsins. Umhverfisvernd, landnýting og skipulag byggða. Á undanförnum árum hafa átt sérstað miklar umræður á Norðurlöndunum um umhverfis- vernd og skipulag landnýtingar, þannig að ekki sé um of gengið á land, sem vel er fallið til landbúnaðar og það lagt undir vegi og önnur mannvirki. Þessar umræður hafa ennfremur beinst að því að viðhalda byggð í afskekktari byggðarlögum. Á vegum Nor- rænu bændasamtakanna hefur þetta efni oft verið rætt og haldnirfundir, sem um það hafa fjallað sérstaklega. Nú fyrir skömmu var haldin ráðstefna á vegum ráðherranefndar Norðurlandaráðs á Helsingjaeyri í Danmörku um skipulagningu byggða og landnýtingu. Þátttakendur í ráðstefnunni voru náttúru- fræðingarog landslagsskipuleggjendur. Frá íslandi mættu Agnar Ingólfsson, prófessor og Ingvi Þorsteinsson, magister en sá síðar- nefndi flutti erindi á ráðstefnunni, sem hann nefndi „Gróðurkort sem grundvöllur að skipulagðri landnýtingu í landbúnaði“. Erindi Ingva vakti mikla athygli, og hann var beðinn um að flytja erindi um sama efni við tvo háskóla á Norðurlöndum. Niðurstaða ráðstefnunnar var sú, að unnið verði að söfnun gagna á öllum Norðurlöndunum um nýtingu lands, og hvernig megi koma í veg fyrir skaðleg áhrif á umhverfið. J 20 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.