Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 39

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 39
1. Að bæta samgöngur á áveitusvæðinu. 2. Að Flóaáveitufélagið undirbúi og láti reisa mjólkurbú á svæðinu. Stofnfundur MBF var haldinn 10. desem- ber 1927. Stofnun búsins var samþykkt með 69 atkvæðum, 52 bændurskuldbundu sig þá þegar að leggja inn mjólk í búið, en þeir áttu samtals324 kýr. Formaðurfyrstu stjórnar var kosinn Eiríkur Einarsson, útibússtjóri, frá Hæli, með honum í stjórn voru Dagur Brynj- ólfsson, Gaulverjabæ, og Eggert Bene- diktsson, Laugardælum. Haustið 1928 hófust byggingar- framkvæmdir við mjólkurbúið og tekið var á móti fyrstu mjólkinni 5. desember 1929. Það voru 1284 kg frá 52 framleiðendum. Reiknað var með, að vélar og aðstaða væri til að taka á móti í mesta lagi 3 milljónum kg á ári. Það þótti mikið í lagt á þeim árum. Fyrsta heila Á efri myndinni sjáum við m. a. Jón helgason, Seglbúðum, Sigurð Ágústsson Birting- sholti, sem var söngstjóri kvöldsins, þá horfir Páll Hall- grimsson sýslumaður á Ijós- myndarann, við borðið t. v. stitja þeir Stefán Björnsson, fyrrv. forstjóri Mjólkur- samsölunnar og mjólkur- bússtj. MBF. Þá kemur Steinþór Gestsson á Hæli og næst veggnum situr kempan Einar ólafsson frá Lækja- hvammi. Fremstir á myndinni til hliðar eru þeir Jón H. Bergs, framkv. stj. Sláturfélags Suðurlands (t.v.) og Vernharður Sveins- son, samlagsstj. KEA. freyr 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.