Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 33

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 33
Gísli Kristjánsson: Rjúpurnar í Holti í desemberhefti FREYS 1978, bls. 906—908, sagði ég frá athöfnum við rjúpnarækt, sem stunduð er við háskólann í Troms í Noregi. Ég hef stöðugt nokkur samskipti við þá aðila, sem þar stunda lífeðlisrannsóknir, og m. a. varðandi athuganir og rannsóknir á lífi og atferli rjúpunnar, enda fæ ég skýrslur um þær. í framhaldi af því, sem þá var frá sagt í FREY, má nú bæta við nokkrum upplýsingum, en efnið um rjúpuna hefur sýnt sig að vera áhugamál hér. í fyrstu varð það svo, að treglega gekk að fá eins mikið af lifandi ungum úr eggjum tamdra rjúpna eins og gerist meðal þeirra, er lifa á víðavangi. Lífsþrótturinn virtist líka lak- ari fyrstu vikurnar meðal unga þeirra tömdu. Ályktað var, að þetta hlyti að stafa af ófull- nægjandi næringu á eggjamyndunarskeið- inu. Það virtist auðsætt, að einhver efni mundi vanta í næringuna, sem hlýtur að fylgja egginu og auka lífsþróttinn, þegar fuglarnir gætu valið fæðuna á víðavangi. Nú var það margkannað, að verulegur þáttur í fæðuöflun villtu rjúpunnar er lauf bláberja- lyngs. Við rannsókn á þeim blöðum sýnir það sig, að þau eru mjög auðug af C-vítamíni. Með því að bæta þessu efni í fóðrið aukalega, á eggjamyndunarskeiði rjúpunnar, tókst að bæta árangurinn af ungun lífsþrótti, og nú koma ungar úr 80—90 af hverju hundraði eggja í stað 60—70 áður. í sambandi við uppeldi unganna sýndi það sig, að ekki er hægt að haga sér eins og hér væri um að ræða hænuunga, enda þótt rjúp- an sé hænsfugl. Rjúpuungar þola ekki hænuungafóður, nema þeir fái bláberja- lyngblöð með, þá gengur allt vel. Víst hefur verið reynt að auka C-vítamín- skammt í ungafóðrinu og losna við söfnun lyngblaða, en alltaf gengur uppeldið best, þegar lyngblöðin eru með í fóðrinu. Það sýnir raunar, að það muni vera fleira en umrætt vítamín, sem færir ungunum aukna hreysti og heilbrigði, en hvaða efni það eru, er enn ekki vitað. Stofnsveiflurnar. Það er alþekkt, að ýmsar veilur og kvillar ráða nokkru eða miklu um stærð stofnsins í hinu frjálsa ríki náttúrunnar, og álíka má auðvitað vænta, þegar fuglarnir eru í forsjá manna. Enda þótt fyllsta viðleitni sé sýnd í flestum atriðum, er í mannlegu valdi standa, FREYR 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.