Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 20
Tafla II.
Qkuhraði km/klst ........................ 8 10 12
Aflþörf kW (hö) ......................... 19 (25,8) 21,8 (29,6) 24,4 (33,2)
Aflþörf á metra vinnslubreiddar ......... 12,1 (16,5) 13,7 (18,6) 15,4 (20,9)
Eins og fram kemur eykst aflþörfin með
ökuhraðanum. Auk þess er hún eðlilega háð
uppskerumagni og tegund grasa. Fram-
angreindar tölur miðast við aflþörf mælda á
aflúttaki, en einnig þarf nokkurt afl til að
knýja traktorinn og draga vélina. Má ætla, að
lágmarksstærð dráttarvélar sé á bilinu
35—45 kW (48—61 hö).
Heytætir. Þessum búnaði er ætlað að flýta
þurrkun heysins á velli. Heytætirinn snýst
mót ökustefnu og kastar heyinu yfir sig, um
leið og slegið er. Við það dreifist úr skáran-
um, ennfremur merst grasið og særist
nokkuð, en það á að örva uppgufun vatns úr
heyinu.
Til þess að kanna þessi áhrif, var gerð at-
hugun, þar sem bornir voru saman eftir-
farandi liðir:
A. Slegið með venjulegri sláttuþyrlu og fyrst
snúið næsta dag.
B. Slegið með sömu sláttuþyrlu, snúið strax
að loknum slætti með heyþyrlu, og aftur
fjórum klst. síðar.
D. Slegið með Vicon OM 165, fyrst snúið
með heyþyrlu um fimm klst. síðar (sam-
tímis lið B).
Athugunin stóð í tvo góða þurrkdaga.
Hitastig var um 10°C, rakastig um 55—60%
og nokkur gola. Eftirfarandi mynd sýnir
niðurstöður þessarar athugunar.
í stórum dráttum eru niðurstöður þær, að
raunhæfur munur er milli A annars vegar og
12 15 18 9 12 15 18 K1.
9.8.1979________i 10.8.1979__________J dags.
B og D hins vegar. Ekki fannst raunhæfur
munur milli B- og D-liða. Þó sýnir línuritið
nokkuð örari þurrkun á heyinu, sem slegið
var með Vicon OM 165 (D-lið), eftir seinni
snúning fyrri daginn. Sá munur jafnast út
síðari daginn.
Athugunin var endurtekin á öðrum gras-
tegundum, og voru niðurstöður í stórum
dráttum hinar sömu og hér er lýst. í þessari
athugun var þurrefnistap heysins á velli ekki
mælt, en af erlendum tilraunum má marka,
að þurrefnistap er meira þar, sem heytætar
meðhöndla heyið.
Hvanneyri, október 1979.
Bútæknideild.
8
FREYR