Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 15
Ingólfur Davíðsson:
Fjalldrapi og
fé á beit
„Hann vex upp í hlíðum, við hóla og börð,
við hreinsvala blæinn, í ófrjórri jörð.
Þótt ekki sé borin þar mykja í moldu,
þá megnar hann sjálfur að breiðast um
foldu."
og síðar í kvæðinu segir m. a.:
,,Er hæfur í vendi að húðstrýkja þá,
sem heilnæma tyftingu þarfnast að fá.“
Svo kvað Hannes Hafstein um fjalldrapann,
litla bróður birkisins. Fjalldrapi, öðru nafni
hns, er jarðlægur smárunni með jarðlægum
eða uppsveigðum greinum, 30—70 sm háum
að jafnaði. Á stöku stað, einkum í skóglendi,
teygir hann sig meira upp og verður 1 m eða
vel það á hæð. Blöð fjalldrapa eru smá og
kringlótt, og er hann á því auðþekktur frá
litlum birkihríslum. Fjalldrapinn ilmar, eink-
um á vorin, og þá prýða líka litlir reklar. Ald-
inið er lítil, kringlótt hneta með örmjóum
svifvæng, og getur hún borist alllangt fyrir
vindi.
Fjalldrapi vex víða í móum og skóglendi og
allvíða í mýrum og flóasundum, einkum þá á
þúfunum. (Viðarsund, hrísflóar). Vildi sums
staðar breiðast út og verða grófgerður á
engjum, ef ekki var heyjað þar reglulega, a.
m. k. slegið annað hvert ár. En ungur, fín-
gerður fjalldrapi og víðir þóttu til bóta í hey-
inu, er þá var oft nefnt laufhey. Nú er engja-
heyskapur að mestu lagður niður, nema
helst á flæðiengjum, véltækum.
Fjalldrapi þykir gott hagkvisti á vetrum
fyrir sauðfé, sem bítur brumin og yngstu
kvistina. Nú er víðast hætt að beita sauðfé á
vetrum, en fjalldrapi bíst dálítið haust og vor.
Eitthvað einnig á sumrin, einkum upp til
hlíða, meðan hann er mjúkur, nýsprottinn.
í Grasnytjum séra Björns í Sauðlauksdal
segir um fjalldrapa: „Laufin lita gult og góð í
te. Betra tróð á hús en birki, því að hann er
þurrari. Hann ver mjög uppblæstri á
holtum.“
Stundum björguðust kýr á kurluðum fjall-
drapa í harðindum.
FREYR
3