Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 16
Fjalldrapi Alltfram áþessaöld varalgengtað rífa hrís hér á landi, stundum til stórskemmda fyrir landið. í hörðum vorum mátti margan manninn sjá með hrísbagga á baki. Smá- vaxið birki var einnig rifið og sums staðar kallað rifhrís, er hægt var að rífa það upp með handafli eins og fjalldrapann. Rifhrís er skilgreint bæði í Grasnytjum og Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Fjalldrapi er harðgerður mjög og byrjar að vaxa og ilma snemma á vorin. Á haustin roðnar lauf hans fagurlega. Sennilega hefur hann hjarað hérsíðustu ísöld og verið meðal fyrstu tegunda, er námu land á auðum svæðum, nýlega komnum undan jökli. Margt roskið fólk kannast við fjalldrapa- vendi sem hreinsitæki, sbr. nöfnin bæjar- vöndur og hlöðuvöndur. Með þeim voru sópuð gólf í bæði bæjarhúsum og fjár- húsum, en á fyrri tíð voru torfgólf (moldar- gólf) í eldhúsi, búri og jafnvel baðstofu. Pessi gólf voru harðtroðin og gljáandi og raunar þrifaleg í þurrviðrum, en því miður láku tor- fþök stundum í slagviðrum. Það gera nýtísku hús reyndar alloft líka, kölluð í gamni svo og svo margra vatnsbala hús. „Eiríkur barna- kennari" er gamalt nafn á bæjarvendi, sbr. vísuna „Móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi.“ Hið sama átti við um jólasvein- ana og börnin. í laufum fjalldrapa og birkis er m. a. sápu- kennt efni (saponin) og sútunarsýra og kalk- sölt í berkinum. Var barkarseyði notað gegn þrálátum húðkvillum. Fjalldrapi vex víða í köldum löndum og í fjöllum sunnar, bæði austan hafs og vestan. Þegar skóga þraut, var fjalldrapi rifinn til eldsneytis. Man greinarhöfundurt. d. vel eftir hrísrifinu á Litla-Árskógsmóum á Árskógs- strönd, þeir voru gamalt skóglendi, en allt birki upprætt um eða fyrir aldamót. í gamla daga þekktu allir fjalldrapann og viðurkenn- du nytsemi hans. Nafnið hrís nær bæði yfir fjalldrapa og smávaxið birki. Hefureflaust vaxið birkikjarr í Hrísey, þegar henni var nafn gefið. Fjalldrapinn og hjálparsveppur hans. Fjalldrapinn er nægjusamur og þrífst, þó jarðvegur sé æði magur. Til þess hjálpar honum sveppur, en þræðir hans umvefja ræturnar og létta upptöku næringarefna, einkum köfnunarefnis. Sveppurinn fær sennilega kolvetnasambönd úr rótunum í staðinn. Svona sambýli er kallað svepparót (Mykorrhiza), og er algengt í sambandi við 4 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.