Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 24
Gerð: Vicon CM 240.
Framleiðandi: Vicon NV
Agricultural Machinery,
Hollandi. Innfiytjandi:
Glóbus hf., Reykjavík.
leg innan þröngra marka. Breidd sláttuskára
er allt að 2,35 m. Sláttuþyrlan þolir mjög
mikinn ökuhraða, ef land er vel slétt. Afköst
við slátt voru um 1,8—2,0 ha/klst, miðað við
ökuhraðann 9—11 km/klst. Gera verður ráð
fyrir minnst 33 kW (45 hö) traktor, en til að ná
hámarksafköstum þarf um 44 kW (60 hö)
traktor. Endingartími sláttuhnífa var eðli-
legur og festingar þeirra traustar.
Þrátt fyrir mikla vinnslubreidd vélarinnar
fylgir hún ójöfnum landsins allvel og er til-
tölulega lipur í notkun. Engar meiriháttar
bilanir komu fram á reynslutímanum.
Lýsing.
Vicon CM 240 sláttuþyrlan er tengd á þrí-
tengi dráttarvélar. Einungis er hægt að
tengja hana grófum tengitöppum (28 mm). í
slætti vísar sláttuþyrlan hornrétt út frá
traktor. Sláttuskífurnar eru sex. Þær eru
festar ofan á jarðlægan bita, eins konar
skífubakka. Sláttuskífurnar fá afl frá aflúttaki
dráttarvélar, sem flutt er með drifskafti til
kílreimadrifs. Það tengist drifhúsi, sem er á
enda skífubakkans. Eftir endilöngum skífu-
bakkanum eru tannhjól, alls 18 talsins, sem
vinna í olíubaði. Eru sláttuskífurnar tengdar
þriðja hverju tannhjóli. Sláttuskífurnar eru
þríhyrningslaga með ávölum hliðum. í hverri
skífu eru þrír hnífar, sem ná 80 mm út fyrir
skífubrún. Þeir eru festir með skrúfbolta.
Hnífarnir eru eilítið skrúfulaga, og á það að
minnka söxun strástubba við slátt. Þeir hafa
tvær biteggjar, sem báðar er hægt að nýta
með því að snúa hnífunum. Skífurnar snúa
tvær og tvær í átt að hvor annarri, þannig að
þrír sláttuskárar myndast. Tvær gerðir af
sláttuhnífum eru í vélinni, sín fyrir hvora
snúningsátt. Ekkert vartengsli er í drifbún-
aði, annað en kílreimadrifið. Ef skífubakkinn
mætir fastri fyrirstöðu, slitnar 8 mm bolti og
vélin færist aftur sem nemur um 22°. Undir
skífubakkanum eru sex umskiptanlegirskór,
sem bakkinn hvílir á. Múgspjaldi er komið
fyrir við ystu sláttuskífu og beinir það skár-
anum nokkuð til vinstri, þegar slegið er. Afl-
samband til sláttuskífa rofnar ekki, þótt ör-
yggislásinn opnist. Við færslu í flutnings-
stöðu er skífubakkanum lyft upp í lóðrétta
stöðu með vökvastimpli, sem knúinn er frá
vökvadælu traktors. Ofan við sláttuskífurnar
er járngrind, sem nær út fyrir vinnusvið skíf-
anna. Á grindina er festur plastdúkur, sem á
að hindra steinkast frá sláttubúnaðinum.
Framleiðslunúmer ........... 1402—00562
Lengd/breidd í
flutningsstöðu ............... 1670/1580 mm
Lengd/breidd í
vinnslustöðu .................. 1670/3870 mm
Vinnslubreidd ...................... 2350 mm
Lengd/breidd/þykkt
sláttuhnífa .................... 120/48/4 mm
Þvermál hnífaferils (yst) ........... 520 mm
Snúningshraði sláttuskífa .......... 2800 sn./mín.
12
FREYR