Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 14
Frá einum þætti í leiðbeiningaþjónustu
fyrir landbúnaðinn hvarflar hugurinn að
búnaðarfræðslunni og þá sérstaklega þeirri
hörmulegu staðreynd, að annar af tveimur
bændaskólunum skuli ekki vera starfræktur í
vetur nema að mjög litlu leyti. Það er vissu-
lega alvarlegt umhugsunarefni, að nú, það
sem af er þessum vetri, hefur ekkert skóla-
hald verið á Hólum. í fyrsta sinn í nær hundr-
að ára sögu bændaskóla á Hólum komu
þangað engir verðandi Hólasveinar til náms
á síðasta hausti.
Þetta hlýtur að verða mönnum, sem láta
sig búnaðarfræðslu einhverju skipta, ærið
umhugsunarefni.
Það er ekki aðeins, að menn harmi það,
hvernig nú er komið fyrir hinum forna Hól-
astað, sem með réttu hefur verið nefndur
höfuðból feðra vorra. Um hitt er miklu meira
vert, ef þetta er endurspeglun af stöðu land-
búnaðarins í þjóðfélaginu. Er þá svo komið
áliti ungs fólks á atvinnuveginum, að það
þyki ekki þess virði að eyða einum eða
tveimur vetrum til að afla sér þekkingar um
hann og mennta sig sérstaklega til að starfa
við hann? Eða ber ungt fólk ekki meiri virð-
ingu fyrir atvinnuveginum og fræðunum,
sem við hann eru kennd, en þetta? Álítur það
þessa hluti, búskap og ræktunarstörf, svo
einfalda, að ekki þurfi sérþekkingu til að
stunda þá. Álíta ungmenni, sem alast upp í
sveitum, sig vita allt, sem vita þarf um
búskap, sig geta lært þetta svo vel sé af
reynslu sinni og annarra? Hvort tveggja er
hinn mesti misskilningur og algert vanmat á
búfræðinni sem slíkri, vanmat kunnáttu
þeirra, sem mest búa og vanmat á möguleik-
um til að búa enn betur, með því að leita að
og beita enn meiri þekkingu og nákvæmni.
í þriðja lagi mætti spyrja, hvort hið hörm-
ulega litla álit, sem bunaðarfræðslan virðist
njóta, kunni að stafa af því, að ekki hafi verið
að henni staðið sem skyldi?
Því miður er hluta skýringanna þarna að
leita. Fyrst og fremst má kenna þetta skiln-
ingsleysi á þörfum skólanna og þar af leið-
andi lélegum búnaði þeirra að húsum, tækj-
um og kennsluaðstööu. Svo margir fram-
haldsskólar hafa verið byggðir á undan-
förnum árum og svo miklu hefur verið til
þeirra kostað, að ekki hefði munað miklu, þó
að bændaskólarnir tveir hefðu verið byggðir
upp á myndarlegan hátt.
Nú er því miður búið að leggja þeim vopn
upp í hendur, sem telja lítið þurfa að gera
fyrir búnaðarfræðsluna. Það er óneitanlega
erfiðara að tala máli þeirra skóla, sem ekki
hafa næga aðsókn.
Það, sem vekur aftur nokkra bjartsýni, er,
að hreyfing virðist vera að skapast til þess að
efla Hóla og auka veg búnaðarfræðslunnar.
Hólanefnd, sem skipuð var af landbúnaðar-
ráðherra fyrir nokkrum árum, hefur gert
gagnlegar tillögur og nýlega skipaðar skóla-
nefndir, samkvæmt nýrri löggjöf um búnað-
arfræðslu, virðast ætla að láta að sér kveða.
Að minnsta kosti hefurskólanefnd Hólaskóla
farið myndarlega af stað.
Það sem af er þessum vetri, hefur tíðarfar
verið allt annað og betra en síðasta vetur og
sumar. Þetta hefur þegar leitt nokkuð á og
skapað betri horfur í fóðurmálum. Þannig
lítur út fyrir, að bændur muni standa harð-
indin á síðasta ári furðu vel af sér, hvað það
varðar að halda í bústofn og geta fóðrað
hann. En um hittererfiðara að segja, hvernig
fjárhag þeirra reiðir af, sem mest afföll hafa
hlotið. Þar kemur margt til. Auk útgjalda
vegna aukins fóðurkostnaðar og fóðurkaupa
og taps vegna afurðarýrnunar kemur til-
finnanleg vöntun á afurðaverð frá fyrra ári,
sem enn hefur ekki náðst samstaða um að
bæta af almannafé, og svo síðast en ekki síst
sú uppáfinning ríkisstjórnarinnar að viður-
kenna ekki kostnaðarliði við vinnslu og
dreifingu búvaranna.
Þetta nýbyrjaða ár verður bændum von-
andi gjöfult og gott.
Þá munu þeir líka verða fljótir að rétta úr
kútnum og standa enn sterkari en áður, eftir
að hafa staðið af sér eindæma harðindi og
þrengingar af völdum stjórnarfars.
2
FREYR