Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 34

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 34
Rjúpur ó beit. til að nota sömu skilyrði og sjálft frelsið býður, er ekki alltaf unnt að uppfylla þarfirn- ar. Fóður á víðavangi fer eftir frjálsu vali, en er skammtað í vistbúðum tamdra fugla. Hreysikettir og ránfuglar skerða rjúpna- stofninn á víðavangi, en meðal tamdra fugla á slíkt ekki að henda. Hins vegar má benda á þástaðreynd.aðlíklegter, að veilirog vesælir fuglar verði ránfugli fyrst og frémst að bráð, og þar með kunna að hverfa úr stofnin- um og aldrei auka kyn sitt þeir einstaklingar, sem miðureru hæfirtil viðhalds þróttmiklum stofni. Auðvitað er það fleira en ránfuglar, sem skerðir ungahópinn. Kuldar og vosbúð getur átt sinn þátt þar, enda er þekkt, að smáungar leita oft skjóls undir vængjum móðurinnar fyrstu vikurnar, en meðal tamdra rjúpna eiga jafnt hraustir sem vesælir ungar athvarf og vaxa til fulls þroska, auka kyn sitt, en af- kvæmin verða svo næm fyrir misfellum og misfarast, þegar óblíð öfl hrjá í verulegum mæli. Þetta eru lífeðlisatriði, sem vert er að minnast og reikna með, séu þau arfgeng að einhverju leyti. Næringin mikilvæg. Rannsóknir og tilraunir með rjúpuna og unga hennar á vaxtarskeiðinu sýna og sanna, að vissartegundir lífefnaeru ákaflega mikilvægir þættir, en sér í lagi er þó C-víta- mínið. Þegar ungarnir eru fóðraðir í forsjá manna, fá þeir mikla næringu og vaxa ört. Lífefnaþörfin vex að sama skapi, þeir þurfa þeim mun meira C-vítamín, og svo hefur reynslan sýnt, að sérlega þarf að sjá þeim fyrir auknu járni og fleiri snefilefnum í fóðr- inu. Það hefur líka sýnt sig, að ekkert hefur enn fundist, sem jafnast alhliða á við blá- berjalyngið sem viðbótarfóður. Það er þrungið þeim lífefnum, sem rjúpunni hæfa á öllum aldursstigum, líklega öllu öðru fremur. Það eru líka þessi efni, sem fremuröllu öðru móta viðnámsþrótt gegn því smiti, bakteríum eða sníkjudýrum, sem hvarvetna eru í ríki náttúrunnar og ekkert síður í vistinni hjá mönnum. í þessu sambandi er vert að upplýsa, að það bláberjalyng, sem vex á víðavangi og nýtur sólarljóssins í ríkum mæli, hefur langt- um meira magn lífefna-, og þar á meðal C- vítamíns,- í sérfólgið en hitt, ervex ískuggaá skóglendi. Það er sannað, að stofnrýrnun rjúpunnar hefur sums staðar orðið veruleg, þar sem lyngmóar hafa verið klæddir skógi, og árferðissveiflur veðráttunnar koma þar líka við sögu. 22 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.