Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 42

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 42
bændur eigi skv. gildandi lögum jafnan rétt til aö fá viðurkennda hækkun á fram- leiöslukostnaði og launum við búvörufram- leiðsluna skv. mati Hagstofu íslands og sexmannanefndar. Hún telur, að sé hækkun framleiðslukostnaðar ekki viðurkennd, tap- ist hækkun launaliðarins í greiðslu á hækk- uðum rekstrarvörum og telur, að ríkis- stjórnin hafi ekki lagalegan rétt til að breyta ákvörðunum sexmannanefndar í þessu efni.“ Haustmjólkin tæpri milljón lítra minni en í fyrra. í september og október í haust var innvegin mjólk í mjólkursamlögunum 20.7 milljónir lítra, en í fyrra var tekið á móti tæpum 21.7 milljónum lítra. Fyrstu 10 mánuði þessa árs var innvegin mjólk 101.4 milljónir lítra, en það var 2.8% minna en á sama tímabili árið 1978. Óverulegur samdráttur varð í sölu ný- mjólkur eða 0.5%, en samtals voru seldar 37.7 milljónir lítra. Mjög mikil aukning varð í sölu á rjóma, eða 11.7% meiri sala en í fyrra, meðal sala á mánuði af rjóma hefur verið í ár rúmlega 104 þúsund lítrar. Verulegur samdráttur var í sölu á undanrennu, heildarsala fyrstu 10 mánuði ársins var 2.4 milljónir lítra, en það vartæpum 500 þúsund lítrum minna en í fyrra. Framleiðsla á smjöri fyrstu 10 mánuði ársins var 1.295 tonn, það var 21 % minni framleiðsla en í fyrra. Smjör- birgðir 1. nóvember sl. voru 1.330 tonn. Sala ásmjöri var 1.313 tonn, en það ersama magn og í fyrra. Veruleg aukning varð í sölu á 45% ostum eða 24.5%, en aftur á móti samdráttur í sölu á mögrum ostum um 9.5%. Birgðir af ostum 1. nóvembervoru 948tonn, en það var tæpum 500 tonnum minni birgóir en 1. nóvember í fyrra. Mjög mikil söluaukning var á flest öllum sérvörum mjólkuriðnaðarins. Sérstaklega hefur sala á jógúrt verið mikil á árinu, meðal sala á mánuði fyrstu 10 mánuði þessa árs var rúmlega 100 þúsund lítrar, sem er hvorki meira né minna en 182% aukning frá fyrra ári. Fyrstu 10 mánuðina voru seldir 919 þús- und lítrar af kókómjólk, en það var um 47% aukning frá sömu mánuðum 1978. Aukn- ingin í sölu á bláberjaskyri varð 22%, en af jarðaberjaskyri rétt um 2%. Veruleg söl- uaukning varð einnig á sýrðum rjóma eða 34%. Nýi svaladrykkurinn, „Eplajógj", hefur verið á markaðnum í þrjá mánuði, á þessu tímabili seldust 77 þúsund lítrar. UÞL. Tekið af bændum í verðjöfnunar- sjóð. Á síðasta verðlagsári (1. sept.—31. ágúst) vantaði 3.487 milljónir króna á, að útflutn- ingsbætur ríkissjóðs dygðu til að tryggja framleiðendum fullt verð. Þetta er það, sem bændur verða að taka á sig vegna halla á útflutningi landbúnaðarafurða. Upphæðin er nokkru minni en gert var ráð fyrir snemma á þessu ári. Innanlandssala varð meiri en reiknað var með. Framleiðsluráð landbún- aðarins ákvað áfundi sínum 21. nóvembersl. að innheimta í verðjöfnunarsjóð kr. 165 af hverju kg dilkakjöts og kr. 87.50 af hverju kg af kjöti af fullorðnu. Það er miðað við fram- leiðslu ársins 1978. Hjá nokkrum slátur- leyfishöfum hefur þegar verið tekin nokkru hærri upphæð, því eldri samþykkt gerði ráð fyrir að innheimta 190 kr. af hverju kg dil- kakjöts. Mismunur verðurendurgreiddur. Þá var ennfremur ákveðið á fundinum að inn- heimta kr. 10 af hverjum mjólkurlítra allt al- manaksárið 1979. í upphafi verðlagsársins, þ. e. 1. september 1978, var ákveðið, að framleiðendur ættu að fá kr. 1080,40 fyrir hvert kg af dilkakjöti í 1. verðflokki. Meðal verðlagsgrundvallarverðs ársins var kr. 1215.94 á kg því verð til fram- leiðenda hækkaði þrisvar sinnum á síðasta verðlagsári. Niðurstaðan verður aftur á móti sú, að þrátt fyrir miklar hækkanir á helstu rekstrarvörum landbúnaðarins, þá fá fram- leiðendur um 30 kr. minna fyrir hvert kg af 1. flokks dilkakjöti vegna innheimtu í verð- 30 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.