Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 25

Freyr - 01.01.1980, Blaðsíða 25
Ferilhraði sláttuhnífa (yst) ........ 73 m/sek. Fjöldi smurstúta ..................... 4 stk. Kílreimar (B Spec—2360) .............. 4 stk. Þyngd .............................. 390 kg Úr niðurstöðum prófunar. Sláttuþyrlan Vicon CM 240 kom til prófunar um miðjan júní 1979. Var hún notuð það sumar við breytilegar aðstæður, alls um 80 klst. Sláttugæði. Sláttuþyrlan reyndist hæf til sláttar á hvers kyns tún- og engjagróðri, há- vöxnum sem lágvöxnum. Bælt og trénað gras sló vélin án nokkurrar fyrirstöðu. Sláttufjarlægð er lítið eitt breytanleg með stillingu á lengd yfirtengis. Við slátt eiga sláttuskífurnar að hallast lítiIsháttar fram á við til þess, að sláttunánd verði innan eðli- legra marka. Ár1979 Afköst og aflnotkun. Hámarks- vinnslubreidd sláttuþyrlunnar mældist allt að 2,35 m, væri sporvídd dráttarvélar rétt stillt. Ökuhraðinn er mjög háður sléttleika landsins, og afköstin ráðast því verulega af honum. Við meðalökuhraða 9—11 km/klst. mældust afköst um 1,8—2,0 ha/klst. Við bestu aðstæður geta afköstin orðið 2,5—2,8 ha/klst. Aflþörf sláttuþyrlunnar er breytileg eftir ökuhraða og graslagi. Við ökuhraða 9—11 km/klst. má ætla, að heildarafIþörfin sé um 33 kW (45 hö), en til að ná hámarksafköstum um 44 kW (60 hö) dráttarvél. Hvanneyri, október 1979. Bútæknideild. Prófun nr. 496 K. R. BAGGATÍNA Yfirlit. K. R. baggatínan var reynd af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sum- arið 1979 og notuð alls um 35 klst. Baggatínan er hliðtengd á vagn og hirðir upp bagga, sem liggja í röðum út á velli. Hún hleður þeim í allt að 2,8 m hæð. Við flestar aðstæður hleður baggatínan greiðlega og tafarlaust upp á vagn. Einnig er hægt að hirða illa þurra bagga, og eins þótt á þeim sé næturáfall. Ef baggar eru ekki innan venju- legra lengdarmarka eða mjög laust bundnir, verða tafir við hirðinguna. Við góðar að- stæður má ætla, að afköst við hleðslu á vagn séu á bilinu 0,6—1,8 mannmín. á hestburð. Baggatínan virðist sterkbyggð og reyndist fremur lipur og auðveld í notkun. Bilanir urðu ekki á reynslutímanum. Lýsing. Baggatínan er ætluð til að hirða vélbundna heybagga af velli og skila þeim upp í flutningatæki. Tengistykkið er fest á vinstri Framleiðandi: Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli, Rangárvallasýslu. FREYR 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.