Freyr - 01.08.1982, Page 22
víilda verulegri uppskerurýrnun
næsta ár, og svipað er uppi á ten-
ingnum ef borið er á 8. águst, þó í
minna mæli sé. Dæmið snýst hins
vegar við ef borið er á 22. júlí, þar
gefur fyrsti sláttutíminn besta
raun.
Áhrif þess hvenær seinni sláttur
er sleginn á uppskeru næsta ár
hefur áður komið fram í tilraun á
Hvanneyri (Magnús Óskarsson og
Bjarni Guðmundsson 1971). Pá
var vallarfoxgras slegið á þrem
mismunandi tímum, og há slegin
ýmist 7 eða 9 vikum eftir slátt.
Eftirverkunarárið var talsvert
minni uppskera af þeim reitum
sem 9vikurvoru milli slátta en ef7
vikur liðu. Ef 1. sláttur var sleginn
mjög seint kom þessi munur þó
ekki fram.
Yfirlit.
Árið 1977—1980 var í tilraun á
Hvanneyri reynt hvort hafa megi
áhrif á sprettu og næringargildi
háar með mismunandi áburði og
áburöartíma milli slátta.
Háarspretta varð ívið meiri ef N,
P og K áburði var skipt, en ef að-
eins N var skipt, en samanlögð
uppskera I. og 2. sláttar var sú
sama hvort sem gert var.
Seinkun áburðartíma eftir 1.
slátt dró úr uppskeru í 2. slætti
talsvert og einnig samanlagðri
uppskeru.
Nokkur spretta var fyrri hluta
september, að meðaltali um 19 kg
þurrefnis/dag, sýnu minnst við
seinasta áburðartíma. Seinni hluta
september var spretta engin.
Meltanleiki uppskerunnar
reyndist óháður áburðartíma og
áburðartegund. Næringargildið
var hátt, en féll nokkuð frá miðjum
september.
Við mælingu á eftirverkun kom í
Ijós, að seinkun sláttutíma rýrði
uppskeru næsta árs. Þetta var þó
háð áburðartíma.
Heimildir.
Halldór Pálsson og Ólafur R. Dýrmundsson
1979. Beit lamba á grœnfóður. Handbók
bænda, 29, 174—180.
Magnús Óskarsson og Bjarni Guömundsson
1971. Rannsóknir ú vallarfoxgrasi
(Engmo) I ísl. landb., 3, 40—73.
Stefán Aðalsteinsson, Jón Tr. Steingríms-
son, Þór Porbergsson og Páll Sigur-
björnsson 1978. Ráöunautafundur 1978,
299—305.
NÆRINGIN ER TRYGGÐ
MEÐ FÓÐKI FRÁ:
E-ípurina
VEL FÓÐRAÐIR HUNDAR ERU
FALLEGIR, FRÍSKIR OG
Gjald fyrir teikningar
Samkvæmt heimild í lögum nr. 41/1982 hefur stjórn Stofnlána-
deildar landbúnaðarins ákveðið að Byggingastofnun landbúnað-
arins skuli taka gjald fyrir teikningar sínar frá og með 1. ágúst 1982.
Fram til þessa hafa bændur einungis verið látnir greiða pappírs-
gjald fyrir ljósritun, en nú kemur til gjald fyrir afnotarétt af teikning-
um. Gjald þetta er mjög vægt og er aðeins brot af því sem tíðkast á
almennum markaði. Gjaldið er fyrst og fremst hugsað til að renna
stoðum undir betri þjónustu í framtíðinni, en þegar hefur verið
farið út á þá braut að semja við aðila úti í héruðum að sinna
þjónustu við bændur á okkar vegum. Pessi þjónusta er nú fyrir
hendi allt frá Eyjafirði austur um að Skeiðarársandi. Önnur héruð
koma nreð eftir því sem þau taka upp nýja fyrirkomulagið á bygg-
ingaeftirlitinu. Ennfremur standa vonir til að unnt verði að vcita
verkfræðiþjónustu innan tíðar.
Fyrir tímabilið I. ágúst til 31. desember í ár verður gjaldið kr.
4.200 fyrir íbúöarhús, kr.3.400 fyrir fjós, fjárhús og svínahús, kr.
2.700 fyrir hænsnahús, hesthús, loðdýrahús og réttir, 2.100 fyrir
hlöður. geymslur og gróðurhús. og kr. 400 fyrir breytingar á
teikningum eftir að þær hafa verið fullunnar. Gjaldið breytist síðan
1. janúar og 1. júlí ár hvert samkvæmt byggingarvísitölu.
Gunnar M. Jónasson
614 — FREYR