Freyr - 01.08.1982, Blaðsíða 30
Árný Jónsdóttir í Húsey að fella selanót. (Ljósm. ö. K. P.)
vandamál, og þaö ekki lítið, en þaö
tel ég heimatilbúið. Selurinn er
talinn millihýsill á lífsferli hring-
ormsins. Aftur á móti hafa sjó-
menn á bátum og togurum sagt
mér að ormur sé mestur á ókyn-
þroska þorski sem er veiddur uppi
á kanti (grunnum sjó), en í kyn-
þroska fiski sé mjög lítið af ormi,
og svotil enginn ef fiskurinn er
veiddur fyrir utan kantinn. Við
erum þarna að drepa fisk sent
ótímabært er að veiða bæði vegna
smæðar og þess að hann er ókyn-
þroska auk þess sem þessir fiskar
eru fullir af ormi.
Það er eins og að spila í happ-
drætti að búa við sel sent aukabú-
grein. Veiði getur verið svo mis-
jöfn milli ára, sem og verð á skinn-
unum. Eins og ég gat um áður eru
lifnaðarhættir selsins lítið þekktir
hér við land en sem selveiðibóndi
síðastliðin 10 ár kynnist maður
ýmsum háttum og atvikum sem
eiga sér stað meðal þeirra. í góðu
árferði kæpir selurinn hér upp úr
10. maí en á köldum vorunt eins og
1979 kæpti hann ekki fyrr en ísinn
fór úr vötnum, Jökulsá á Dal og
Lagarfljóti, sem var 4. júní. Strax
6. júní voru kæpurnar komnar upp
í vötnin og byrjaðar að kæpa. Veit
selurinn árið áður hvernig vorið
næsta verður'? Fengitími þeirra er
sennilega í júlí. áður en þeir skipta
um hár. Síðan er haldið að eggið
liggi frjóvgað í leginu töluverðan
tíma og fari ekki að vaxa fyrr en
eftir nokkra mánuði. Hvað er það
sem setur fósturvöxtinn í gang'? Er
það sjávarhiti, tunglkomur eða æti
hans'?
Veiðiaðferðir eru margar og
fara eftir aðstæðum og lands-
hlutum. Ég veiði um 80% af kóp-
um í reknet og 20'/o í lagnet, rota
hann og mænusting um leið og
blóðgun fer fram. Áður fyrr var
selkjöt björg í búi á vorin og eins
selspikið. Við reynum að nýta allt
kjötið en hver kópur gefur um
5—8 kg af því. Það er herra-
mannsmatur, steikt eins og lamba-
kjöt í ofnskúffu. Einnig er það gott
saltað eða reykt. Margir koma og
fá hér sel í matinn, einkum þó Út-
héraðsmenn. Spikið er ekki hirt né
innmatur (lifur og hjarta) en þó
eru alltaf einhverjir sem biðja um
saltað spik og finnst það ómissandi
með fiski. Þá eru súrir selshreifar
herramannsmatur og eftirsóttir af
sælkerum t. d. á þorrablótum, en
mikil vinna er við að svíða þá og
skafa. Nú svo er aðalafurðin;
skinnið. Frá því að kópurinn er
veiddur rná hann helst ekki þorna
og best að skinnið sé alltaf rakt.
Við fláum kópinn sem fyrst,
þvoum skinnið, setjum það í
plastpoka og frystum. Þar geymist
það vel, allt að einu ári, er reynsla
okkar. Er veiðitíma lýkur tökum
við þau úr frysti þíðunt þau í köldu
vatni og sköfum fitu úr þeim. Síðan
eru þau þvegin úr 2—3 sápumett-
uðum vötnum, síðan skoluð og
negld upp til þurrkunar (spýtt).
Þar hanga þau mislengi, eftir
Stundum villasl kópar undan mceðrum
sínum. Anna Arnardóttir íHúsey hefur
fundið undanvilling og komið með
heim. (Ljósm. ö. K. P.)
622 — FREYR