Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 5

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ 79. árgangur Nr. 4, febrúar 1983 Útgefendur: Búnaðarfélag íslands Stéttarsamband bænda Útgáfustjórn: Hákon Sigurgrímsson Jónas Jónsson Óli Valur Hansson Ritstjórar: Matthías Eggertsson ábm. Júlíus J. Daníelsson Heimilisfang: Bændahöllin, Reykjavík Pósthólf 7080, 127 Reykjavík Askriftarverð kr. 350 árgangurinn Lausasala kr. 20 eintakið Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, Sími 19200 Ríkisprentsmiðjan Gutenberg Reykjavík - Sími 84522 ISSN 0016—1209 Forsíðumynd nr. 4 1983 Selir. (Ljósm. Jón Friðbjörnsson). Meðal efnis í þessu blaði: Náttúrugæði landsins og gildi hlunninda. Ritstjórnargrein eftir Árna G. Pétursson, hlunnindaráðunaut, þar sem hann bendir á að hlunnindi hafi verið vanrækt undanfarna áratugi, en um þessar mundir sé verið að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Skýrsla um rannsókn á lifnaðarháttum æðarfugls. Erindi eftir Jón Guðmundsson líffræðing hjá Náttúrufræðistofnun íslands, en hann rannsakaði lifnaðarhætti æðarfugls við ísafjarðardjúp sl. sumar. Samræma þarf verð á rekastaurum og skipuleggja flutning á þeim. Viðtal við Jón Benediktsson frá Höfnum á Skaga, Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði á Ströndum og Árna G. Pétursson, hlunnindaráðunaut. „Ég vil hvetja bændur til að skoða hvað þeirra eigin feröaskrifstofa hefur upp á að bjóða“. Viðtal við Helga Jóhannsson, sölustjóra hjá Samvinnuferðum — Landsýn. Skattaframtal í ár. Ketill A. Hannesson, hagfræðiráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands gefur leiðbeiningar um færslu skattframtals á þessu ári. Jöfnun mjólkurframleiðslunnar. Jón Viðar Jónmundsson gerir grein fyrir afurðum kúa eftir burðatíma, og kjarnfóðurnotkun eftir burðatíma, árstíma, nyt o. fl. Upplýsingar þessar hefur hann unnið úr skýrsium nautgriparæktarfélaganna. Kornrækt í Austur-Landeyjum 1982. Magnús Finnbogason á Lágafelli gerir grein fyrir útkomu kornræktar í sveitinni sumarið 1982. Björn Sigurbjörnsson tekur við stjórn FAO-deildaríVín. Sagt frá rannsóknum sem FAO-deild sú, er Björn Sigurbjörnsson veitir forstöðu, hefur með höndum. FREYR — 125

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.