Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 32

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 32
Jón Viðar Jónmundsson Jöfnun mjólkurframleiðslunnar Öllum er vel kunnur sá samdráttur sem nú á sér stað í mjólkur- og kjötframleiðslunni hér á landi. Eigi ekki að koma til verulegrar tekjurýrnunar hjá bændum við slíkar aðstœður verður að gœta ýtrustu hagkvœmni í allri framleiðslu. Þessar kröfur verður einnig að gera til úrvinnsluaðila vörunnar, þar sem bœndur varðar að sjálfsögðu mikið hve stór hluti af endanlegu verði vörunnar fellur í þeirra hendur. í athugun sem Hagvangur hf. hef- ur gert á mjólkuriðnaðinum hér á landi kemur skýrt fram, að í þeirri framleiðslu er mikið unnt að vinna með jafnari dreifingu mjólkur- framleiðslunnar á árið en er hér á landi um þessar mundir. Hér virð- ist um slíkt stórmál að ræða að mjólkurframleiðendur hljóti að bregðast við því. í þessu sambandi má t. d. nefna að í einu nágrannalandi okkar, Noregi, var dreifing mjólkur- framleiðslunnar yfir árið fyrir 20 árum ekki síður ójöfn en hún er núna hér á landi. Þar í landi urðu á örskömmum tíma breytingar í þá átt til nánast hreinnar jöfnunar framleiðslunnar allt árið. Framleiðsluráð landbúnaðarins gekkst í lok nóvember sl. fyrir fundi um þessi mál í samvinnu við Búnaðarfélag íslands. í tilefni af þeim fundi athugaði ég nokkur atriði í sambandi við afurðir kúnna og burðartíma þeirra eins og þau birtast í skýrslum naut- griparæktarfélaganna. Ýmislegt sem þar kom fram held ég geti átt erindi í umræðu um þessi mál og vil því skýra hér frá því. Eitt af því fyrsta sem menn spyrja í þessu sambandi er, hvort misdýrt sé að framleiða mjólk eftir árstímum og þá hve sá munur er mikill. Flestum mun ljóst að framleiðslukostnaður er eitthvað breytilegur eftir árstímum. Hver sá munur er, vefst aftur á móti fyrir flestum að svara. Ég vil þó fullyrða, að það hljóti að vera töluvert breytilegt frá einu búi til annars hver sá munur er. Þá spyrja menn hvort kýr mjólki misjafnt eftir því á hvaða árstíma þær bera. Þetta atriði er betur kannað en margir aðrir þættir í nautgriparæktinni. Ég get þar bent þeim sem nánar vilja fræðast um þetta atriði á greinar bæði í Frey og íslenskum landbún- aðarrannsóknum, sem ég hef skrifað. Að vísu eru ákveðnir annmark- ar á því að nota mældar ársafurðir kúnna í skýrsluhaldinu til að meta þetta. Ástæðan er sú að ársafurðir kúnna sem bera fjærst lokum þess afurðaárs sem verið er að gera upp eru vegna mjólkurframleiðslu eftir burð í skráðum burðarmán- uði. Hjá kúnum sem bera nærri lokum afurðaársins er aftur á móti stærstur hluti afurða vegna næsta burðar áður og sá burður getur verið breytilegur. Þetta kemur einkar skýrt fram í töflu 1, þar sem annars vegar er sýndur munur vegna burðartíma samkvæmt þeim burðartímaleiðréttingarstuðlum, sem notaðir eru í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar og hins veg- Tafla 1. Hlutfallslegar afurðir kúa við breytilegan burðartíma. Annars vegar leiðréttingarstuðlar skýrsluhalds nautgriparæktarfélaganna en hins vegar áhrif metin í lok þriðja ársfjórðungs 1982. Samkvæmt leið- í lok þriðja Burðarmánuður réttingarstuðlum ársfjórðungs Janúar .................................. 111 110 Febrúar ................................. 108 104 Mars .................................... 103 102 Apríl.................................... 100 99 Maí........................................ 96 95 Júní...................................... 93 92 Júlí ...................................... 93 91 Ágúst ..................................... 94 90 September ................................. 96 89 Október ................................... 97 114 Nóvember ....................'5.... 96 113 Desember .................................. 94 112 152 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.