Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 36
Björn Sigurbjörnsson
tekur við stjórn FAO-deildar í Vín.
Dr. Björn Sigurbjörnsson forstjóri Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins hefur fengið ráðherraleyfi til þess að
starfa hjá Sameinuðu Þjóðunum í þrjú ár. Starfið er í því
fólgið að veita forstöðu deild hjá Matvœla- og landbúnað-
arstofnun S.Þ. (FAO), en aðili að þeirri deild er einnig
Alþjóðakjarnorkustofnunin.
Aðsetur deildarinnar er í Vínar-
borg, en rannsóknastofur hennar
eru 30 km utan við borgina. Þetta
er ein af fjórum landbúnaðar-
deildum FAO og hún hefur það
að markmiði að skipuleggja og
styrkja landbúnaðarrannsóknir,
einkum í þróunarlöndum. Frétta-
maður Freys átti stutt viðtal við
dr. Björn áður en hann fór utan.
í þessum rannsóknum er lögð
mikil áhersla á notkun geisla-
virkra efna og kjarnorkugeisla,
sagði Björn. Geislarnir, einkum
gammageislar og nifteindir, eru
notaðir til þess að kynbæta nytja-
plöntur, aðallega kornafbrigði, og
líka til þess að vana skordýr í því
skyni að hefta útbreiðslu skað-
dýra. Geislar eru ennfremur not-
aðir til þess að auka geymsluhæfni
matvæla, einkum kjöts og garð-
ávaxta. Þá eru geislavirk efni not-
uð til þess að rannsaka næringu
plantna. Með þeim er unnt að
fylgjast með ferli tilbúins áburðar
úr jarðveginum inn í ræturnar og
um jurtirnar og jafnvel inn í búfé.
Þessi efni eru auk þess mjög gagn-
leg við rannsóknir á fóðrun
búfjár.
Byrjað er að nota þessa tækni,
bæði á Rannsóknastofnun land-
búnaðarins og á tilraunastöðinni á
Keldum.
Við FAO-deildina í Vín vinna
um 100 manns þ. á. m. einn ís-
lendingur, dr. Guðni Harðarson,
örverufræðingur. Hann rannsakar
níturnám belgjurta.
Dr. Friðrik Pálmason á
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins er að hefja samstarf við Guðna
um rannsóknir á níturnámi ís-
lensks hvítsmára og Alaskalúpínu.
Deildin í Vín styrkir rann-
sóknarverkefni í um 100 ríkj-
um Sameinuðu Þjóðanna, aðal-
lega í Asíu Afríku og Suður—
Ameríku.
Dr. Björn Sigurbjörnsson var,
áður en hann tók við stjórn Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins,
aðstoðarforstjóri FAO-deildar-
innar árin 1968—1974.
Þess má að lokum geta að stofn-
unin hefur styrkt korn- og fræ-
rannsóknir bæði á Sámsstöðum og
Korpu.
Altalað á kaffistofunni
Úr úrklippusafninu
Þaö sem mun einkenna næsta ár er
þaó aö hvers kyns bönd munu slakna
og slitna í æ ríkara mæli; ekki bara
flokksbönd og aörir andlegir átthaga-
fjötrar, heldur einnig þau bönd sem
reyra einstaklinginn í einkalífinu.
Fjölþjóöamenningin er á góðri leið
með að uppræta stóran hluta þess
heimóttarskapar og fjallkonurembu
sem birtist i flirulegu glotti islenska
sveitamannsins; hún heldur innreiö
sína á sífellt fleiri sviö: klæðaburö,
matreiöslu, tómstundaiöju, skoö-
anaskipti og næstum alla þætti daglegs
Iífs.
Hrafn Gunnlaugsson í grein sem ber yfirskriftina: „Fjöl-
þjóðamenningin upprœtir fjallkonurembuna".
DV 12. jan. 1983, bls. 33.
156 — FfíEYfí