Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 26

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 26
nothæfar eru. í Frey nr. 5, mars 1982, er grein með dæmum um útfyllingu á fyrningarskýrslunni frá því í fyrra og vísast til hennar. Aðrar fyrningar (dálkur 10) Auk þessarar almennu fyrninga af útihúsum, ræktun og búvélum, sem er fastaákveðin prósenta og eigandinn hefur ekkert val um, er í sumum tilfellum heimilt að fyrna eignir niður. Þrjár aðstæður koma til greina. Ekki má samt mynda rekstrar- tap með þessum fyrningum eða fresta yfirfærslu rekstrartapa frá fyrri árum. 1. Fyrning söluhagnaðar. í kaflanum um söluhagnað er sýnt með dæmum hvernig söluhagnað- ur er reiknaður út. Fyrna má sölu- hagnað í sumum tilfellum. Ekki skiptir máli hvaða fyrnanleg eign er fyrnt niður um upphæð, sem söluhagnaði nemur. Áríðandi: Ekki má fyrna sölu- hagnað og mynda rekstrartap eða fresta yfirfærslu rekstrartaps frá fyrri árum. 2. Fyrning tekjufærslu. Þegar búið er að fylla út Verð- breytingarfærslu (sjá bls. 4 á land- búnaðarframtalinu) kemur í ljós hvort um tekju- eða gjaldfærslu er að ræða. í hjálögðu dæmi, sjá eignayfirlit, er tekjufærslan 73 162 kr. Fyrna má 40% af þessari upp- hæð eða 29 265 kr. Þá er dálkur 10 notaður eins og þegar söluhagnað- ur er fyrndur. Ekki skiptir máli hvaða fyrnanlegar eignir eru fyrndar niður, nema fyrir bóndann. Vélar fyrnast nokkuð hratt niður eða á átta og hálfu ári og ræktun á sextán árum, en bygg- ingar á 25 árum. 3. Fyrning nýrra fjárfestinga. Fyrna má fyrirfram nýja fjárfest- ingu, sem ekki hefur verið tekin í notkun í ársbyrjun, enda hafi beinn fjármagnskostnaður, þ. e. a. s. vextir og verðbætur af skuldum verið eignfærður.Hundr- aðshluti þessarar fyrningar skal nema að hámarki 53,78% á árinu 1982 og reiknast af fjárhæð, sem er jafn há fjárfestingu í þessum eignum. Fyrning má þó ekki vera hærri en sem þessu nemur tekju- færslu, í þessu dæmi 73 162 kr. Athuga skal að ekki má fyrna tekjufærslu og fyrirframfyrningu samanlagt meira en sem nemur tekjufærslu, í þessu dæmi 73 162 kr. Rétt er að benda á að nota aukafyrningar í hófi. Reyndar má segja að einungis þeir, sem skulda mjög mikið og komast í hærri þrepin í tekjuskattstiganum, ætttu að nota þessar fyrningar. Ljóst er af því dæmi sem hér er tekið, að hvatning til lækkunar á skuldum er töluverð og fjárfesting, sem lagt er í með skuldasöfnun, þarf að skila arði, annars er hætta á því að skuldirnar hlaði svo utan á sig að þær verði óviðráðanlegar. Nokkur atriði til minnis. 1. Allar fasteignir, sem á fyrning- arskýrslu voru, skulu fram- reiknaðar eins og sýnt er í þessu dæmi. Það má ekki nota nýja fasteignamatið frá 1. des. 1982. 2. Framkvæmdir eins og t. d. nýtt refahús fyrnist af kostnaðar- verði en ekki fasteignamati. 3. Vél (lausafé) sem hefur skemmri endingartíma en þrjú ár, má færa til gjalda á kaupári. 4. Þegar kostnaðarverð einstakra eigna eða eignasamstæðna er undir 23 142 kr. er heimilt að færa það að fullu til gjalda á því ári þegar þeirra er aflað þótt endingartími sé lengri en þrjú ár. Sala á vélum (eignum), sem þannig eru færðar skal að fullu talin til tekna á söluári. 6. Efnahagsreikningur. 6.1. Bústofn bls. 1. Bústofn er færður inn í ársbyrjun og árslok á skattmati ríkisskatt- stjóra, sjá töflu. Athugið að bú- stofn er færður inn í ársbyrjun á nýja matinu en ekki því gamla. Keyptur bústofn er ekki færður til gjalda á landbúnaðarframtal eins og önnur gjöld heldur er hann talinn með bústofni í árslok. Þar með myndast bústofns- aukning en til þess að leiðrétta það er keypti bústofnin færður inn í ársbyrjun á skattframtali neðst á síðunni. Dæmi: (sjá mynd) tuttugu refir voru keyptir á árinu á 44 000 kr. Þeir eru taldir fram í árslok. Skatt- mat á 20 refum er 25 900 kr. og það færist neðst á síðuna. Þar myndast ekki bústofnsaukning og skýrir þetta hvernig keyptur bú- stofn hefur engin áhrif á tekjur eða gjöld á framtali. Seldur bústofn færist hins vegar til tekna á bls. 2. Á bls. 6 skal gera grein fyrir kaupum og sölum á bústofni. Matsverð bústofns í árslok 1982 er að lokum flutt á bls. 4 eins og myndin sýnir og skiptist í tvo jafna hluta. Skattmat á ref er 1 295 kr. en kaupverð er 2 200 kr. og munar hér um tæpar þúsund kr. á dýr. Samkvæmt norskum skattalögum má fyrna þennan mun á nokkrum árum. 6.2. Fyrst skal byrja á því að færa inn á efnahagsreikninginn 31/ 12 1981 á gamla framtalinu á það nýja en skrifa upphæðir í nýjum krónum. { dæminu, sem hér fylgir, eru veltufjármunir 193 048 kr. og þeir færast einnig á síðuna eins og ör sýnir. Sama er að segja um skuldir, að þær færast einnig neðst á síðuna. Mismunur á veltufjármunum og skuldum myndar „Stofn til verð- breytingarfærslu", í þessu dæmi 136 040 kr. Þar sem skuldir eru hærri en veltufjármunir reiknast tekju- færsla. Tekjufærslan er 53,78% af þessari upphæð eða 73 162 kr. Tekjufærslan færist síðan á bls. 5 með öðrum niðurstöðum af land- búnaðarframtalinu. Ef veltufjármunir væru hærri en skuldir myndast gjaldfærsla, en ekki tekjufærsla. 146 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.