Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 34

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 34
Tafla 4. Kjarnfóðurnotkun á hvert kg mjólkur á mismunandi árstímum annars vegar í Eyjafirði og hins vegar Árnessýslu. Eyjafjöröur Árnessýsla 1. Ársfjórðungur 0.191 0.280 2. Ársfjórðungur 0.196 0.250 3. Ársfjórðungur 0.155 0.141 4. Ársfjórðungur 0.186 . 0.250 Þetta hefur raunar einnig komið fram í rannsóknum Þórarins Lár- ussonar og Guðmundar Steindórs- sonar í Eyjafirði. Vafalítið hafa á síðustu árum orðið mun meiri framfarir hjá bændum í vetrarfóðrun kúnna en sumarfóðrun þeirra. Ég tel að bet- ur þurfi að kanna þegar borin er saman kostnaður við framleiðslu sumar- og vetrarmjólkur hvort víða gæti ekki ofmats á gæðum beitarinnar, sérstaklega síðsumars og hvort kostnaður við beitina kunni ekki í mörgum tilfellum að vera vanmetinn. Vafalítið er það fóðrun á þessum árstíma sem mest ástæða er til að huga að bótum á. Einkum er ástæða til þess nú, þegar verulega hefur dregið úr nýræktun og ætla verður að í kjöl- far þess komi að öðru jöfnu eldri og lakari beitartún. Hér í lok greinarinnar vil ég víkja aðeins að fleiri niðurstöðum í áðurnefndri athugun, þó að þær tengist ekki beint samanburði á mjólkurframleiðslu eftir árstíma. Stundum er því haldið fram að miklar afurðir eftir hvern grip séu hjá ýmsum bændum fengnar fyrst og fremst með óhóflegri kjarnfóðurnotkun. í töflu 5 hef ég flokkað búin í athuguninni í þrjá flokka eftir meðalafurðum á búinu. Þar kom í ljós að munurinn er hverfandi og sá munur sem fram kemur er í raun alveg öfugur við áðurnefndar staðhæfingar. Þetta sýnir aðeins að það sem mestu ræður um ár- angur bænda í mjólkurfram- leiðslunni er kunnátta þeirra og hæfni til að framleiða gott fóður. Þetta sýnir einnig að verulega þarf að gæta varkárni í að meta áhrif af þáttum eins og t. d. breytilegum burðartíma út frá mun milli búa. Önnur staðhæfing skyld þeirri fyrri sem einnig heyrist er að mikl- ar afurðir hjá einstöku kúm, séu oft fengnar með að dæla í kýrnar óhæfilegu magni kjarnfóðurs. Til að kanna það flokkaði ég kýrnar í athugun minni eftir afurðum þeirra og athugaði kjarnfóður- notkunina. Niðurstöður þess sam- anburðar eru sýndar í töflu 6. Þarna kemur í ljós að munur á kjarnfóðurnotkun á hvert kg mjólkur er hverfandi, hvort sem kýrnar mjólka til jafnaðar 2500 eða 5500 kg á ári. í raun vekur furðu mína hve lítill þessi munur er. Þetta styður rækilega þá skoðun að þær kýr sem hafa mikla getu til mjólkurframleiðslu hafi einnig mjög mikla getu til að inn- byrða og umsetja mikið af gróf- fóðri. Mjólkurframleiðendur verða á komandi árum að leggja áherslu á að jafna mjólkurframleiðslu yfir árið. Á þann hátt leggja þeir sitt af mörkum til að mögulegt sé að beita aukinni hagkvæmni í rekstri mjólkurstöðvanna. Ljóst er að slíkt er unnt að gera án þess að það komi niður á afurðum eftir hvern grip. Þvert á móti má vænta þess að þær aukist jafnhliða slíkri breytingu. Eigi um leið að stefna að því markmiði að halda í lág- marki aðkeyptum rekstrarföng- um, sem í mjólkurframleiðslunni er öðru fremur kjarnfóður, þá verður jafnframt að leggja áherslu á að auka og bæta gæði gróffóð- urframleiðslunnar. Bananauppskeran í heiminum. í fyrra var bananauppskeran í heiminum rúmar 40 milljónir lesta. Mest var ræktað í Asíu, 15 milljónir tonna, næstmest var ræktað í Suður-Ameríku, 12 milljónir tonna. Tafla 6. Kjarnfóðurnotkun á framleiðslu mjólkurkg. þegar kýrnar eru flokkaðar eftir meðalafurðum. Fjöldi kúa 1.034 2.674 2.293 887 Mjólk 2.573 3.538 44.451 5.518 Kjarnfóður 511 717 910 1.171 kg kjarnfóður 0.201 0.202 0.204 0.212 kg mjólkur Tafla 5. Kjarnfóðurnotkun í flokkuð eftir meðalafurðum. í mjólkurframleiðslunni, þegar búin eru Fjöldi búa 66 170 153 Meðaltalsafurðir 3168 3733 4409 Kjarnfóður kg kjarnfóður 676 789 893 kg mjólkur 0.212 0.211 0.202 154 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.