Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 28

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 28
6.3. Eignir 31/12 1981. Veltu- fjármunir eru í þessu dæmi 307 185 kr. sjá mynd. Þeir mynd- ast af birgðum, helmingi mats- verðs bústofns, inneign í kaupfé- lagi v/bús, inneign í banka, úti- standandi skuldum og sjóði. Ég vil ráðleggja bændum að færa sjóð- bók sem sýnir peningaleg viðskipti yfir árið og þeir eiga þá rétt á að færa inn stöðuna í sjóði um ára- mót. Það rekstrarfjármagn sem bundið er í búrekstrinum á að mynda veltufjármuni og er litið svo á að fé sé óverðtryggt og myndi, að frádregnum skuldum „Skuld til verðbreytingarfærslu“ eins og áður hefur verið skýrt frá. Það skiptir því töluverðu máli að veltufjármunir séu ekki vantaldir. Vaxtatekjur af innistæðum færist til tekna á bls. 2. Sá bóndi, sem skuldar mikið eins og í dæminu hér, sjá mynd, gæti séð sér hag í því að fyrna hluti af tekjufærslunni, ef hann er með miklar tekjur af búinu. Fyrna má 40% af tekjufærslunni og ekki skiptir máli hvaða fyrnanlegar eignir eru fyrntar niður. Hafa skal í huga að fyrningar eyðast upp og ekki ráðlegt að nota aukafyrning- ar, sém þessar, nema tekjur séu verulega háar. Nóg um það. 6.4. Fastafjármunir. Þar færast allar fasteignir, sem búrekstrinum tilheyra á fasteignamati 1/12 1982, en ekki bókfærðu verði samkvæmt fyrningarskýrslu. Með öðrum orð- um þá er fært af fasteignamats- seðlinum útihús og ræktun undir lið 2.3. en fasteignamat á landi undir lið 2.4. o. s. frv. Búvélar færast á bókfærðu verði samkvæmt fyrningarskýrslu. Helmingur af matsverði bústofns færist undir fastafjármuni en hinn helmingurinn undir veltufjármuni eins og áður er lýst. Athugið vel að fasteignamats- seðlarnir sýna heildarfasteignamat húsa, lands og ræktunar en ekki eignarhluta hvers og eins. Það er þá tilgreint sérstaklega. Ef t. d. tveir eigendur eru að jörð, húsum og landi þá sýnir fasteignamats- seðillinn ekki eignarhluta hvers fyrir sig, heldur þeirra beggja. Á framtalið telja þeir því aðeins sinn hluta, í þessu tilfelli helminginn. 6.5. Stofnlánadeild. Nú er mun einfaldara að færa inn skuldir heldur en áður þar sem kvittun frá Stofnlánadeild sýnir nú rétta stöðu skulda í árslok og bókfærð- an vísitölumun á árinu. Athuga skal vel að færa til gjalda bæði vexti og bókfærðan vísitölumun auk gengismunar, ef sum lánin eru gengistryggð. Ef verðtryggð lán eru fleiri en eitt þarf að leggja saman bókfærðan vísitölumun allra lánanna. Lán út á íbúðarhús eru stjörnu- merkt á kvittuninni frá Stofn- lánadeild og þau færast á persónu- framtal. Vaxtaaukalán. Best er að fara eftir kvittunum þó að gjalddagi sé ekki um áramót. Á kvittunum eru sýndir vextir og verðbótaþáttur vaxta undir einum lið ,,vextir“ og færist sú upphæð til gjalda. Vísitölulán. Á kvittunum frá bankanum koma fram vextir og verðbætur. Leggja þarf saman vexti og verðbætuLog færist það hvort tveggja til gjalda. 7. Viðmiðunarreglur til ákvörðunar endurgjalds bænda, maka þeirra og barna 1982. Birtar hafa verið viðmiðunarregl- ur ríkisskattstjóra fyrir grundvall- arbúið og eru þær eftirfarandi: 1. Ef bóndi stendur einn fyrir bú- rekstri eru viðmiðunartekjur hans 68 745 kr. 2. Ef hjón standa bæði fyrir bú- rekstri, eru viðmiðunartekjur 125 585 kr. 3. Lækka má reknað endurgjald samanber tölulið 1 og 2 um 1 322 kr. fyrir hverja viku, sem barni (börnum) er reiknað endurgjald, þó að hámarki 21 152 kr. miðað við grundvall- arbú. 4. Ef heildartekjur búsins ná ekki 451 630 kr. (tekjur alls skv. bls. 2 í landbúnaðarskýrslu) að frádregnum tekjum, sem ekki verða raktar til vinnuframtals, má reiknað endurgjald lækka. Þannig má finna út lágmark reiknaðs endurgjalds með því að margfalda heildartekjur með 27,8%. 5. Hámark reiknaðs endurgjalds er 137 490 kr. ef bóndi stendur einn fyrir búrekstrinum ef mikil yfirvinna er. 6. Hámark reiknaðs endurgjalds hjóna, ef þau standa bæði fyrir búrekstrinum er 252 170 kr. og yfirvinna er mikil. 7. Hámark reiknaðs endurgjalds barna á aldrinum 13—15 ára er 1 328 kr. til 1 520 kr. á viku fyrir vinnuframlag þeirra. 8. Ef búreksturinn gengur illa má skattstjóri ekki reikna hærri laun en sem nemur peninga- legum tekjum á árinu þ. e. a. s. tapið á búinu má ekki vera meira en sem nemur gjaldfærslu og samanlögðum almennum fyrningum. 9. Hjá elli- og örorkulífeyrisþeg- um takmarkast ákvörðun skattstjóra á reiknuðu endur- gjaldi við það að ekki myndist tap á búrekstrinum. Sjá nánar viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra, sem hér fara á eftir. Viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra til ákvöröunar endurgjalds bænda, maka þeirra og barna tekjuárið 1982 (skattframtal 1983). Samkvæmt 6. málslið 1. mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981 skal ríkisskatt- stjóri miða viðmiðunarreglur þeirra er landbúnað stunda við vinnuþátt í verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða að frádregn- um einum þriðja. Vinnuþátturinn að frádregnum einum þriðja reiknast vera 125 585 kr. þegar tekið hefur verið tillit til útborg- unarhlutfalls afurðaverðs 1982 og innborgana eftirstöðva. Miðað er 148 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.