Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 8

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 8
Æðarkollan situr hin spakasta þótt maðurinn komi i heimsókn. (Ljósm. J. J. Freyr). Jón Guðmundsson líffræðingur, Náttúrfræðistofnun íslands Skýrsla um rannsókn á lifnaðarháttum æðarfugls / eftirfarandi erindi segir frá rannsókn sem gerð var á lifnaðarháttum œðarfugls í ísafjarðardjúpi í sumar er leið. Jón Guðmundsson, líffrœðingur hjá Náttúrufrœðistofn- un íslands, sá er rannsóknina gerði, flutti erindið á aðalfundi Æðarræktarfélags íslands 20. nóvember sl. Ég féllst á það við aðstandendur þessa fundar að gera lítilsháttar grein fyrir þeim rannsóknum sem ég hef unnið að á þessu ári. Verkefnið byggir á þingsálykt- unartillögu frá því í maí 1978. Hún hljóðar þannig: Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að láta framkvæma vísindalega rannsókn á lifnaðarháttunr æðarfugls. Svo mörg voru þau orð. Nánar er ekki skilgreint um markmið eða tilgang rannsóknarinnar. í upphafi hafði ég því mjög frjálsar hendur, má reyndar segja að ég hafi hangið í lausu lofti. Fyrsta verk mitt var því að reyna að finna þessum rannsókn- um einhvern farveg. Það starf var unnið í samráði við Ævar Peter- sen, yfirmann dýrafræðideildar Náttúrufræðistofnunar íslands. En rannsóknin er unnin á vegum þeirrar stofnunar. 128 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.