Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 7

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 7
Náttúrugæði landsins og gildi hlunninda Allt frá landnámi og fram á 20. öld hafa gæði til lands og sjávar ráðið afkomu og velferð þessarar þjóðar. Hlunnindajarðir voru eftir- sóttar til búsetu og nýting hlunninda talin þjóðarheill. Með hernámi landsins um og eftir 1940 varð mikið umrót. Breytingar urðu á búsetu landsins og viðhorf almennings og stjórnvalda til lífsafkomu og landsins gæða allt önnur en áður var. Truflun sú er varð á þjóðlífi á þessum árum varð m. a. til þess, að hlunnindi voru víða vannýtt og hlunninda- jarðir fóru í eyði. Tómlæti hins opinbera um fyrirgreiðslu við nýtingu hlunninda hefur staðið fram á þennan áratug, þrátt fyrir orðagjálfur um þörf á að leita nýrra leiða um lífsafkomu, vegna sam- dráttar í hefðbundnum búskap. Einhver dá- valdur virðist hafa talið alþjóð trú um, að við þessar 235.000 sálir í stóru og gjöfulu landi, ættum að byggja afkomu okkar á stóriðju, eins og um tugmilljóna iðnaðarþjóð væri að ræða. Vonandi fer mönnum að skiljast að ekki tjóir að lifa til langframa á blessun stjórnmálamanna, sbr. guðsblessun, og er- lendum lántökum, heldur verður hver og einn fyrst og fremst að búa að sínu. Því fyrr sem við viðurkennum að við erum Islendingar og búum á íslandi við íslenskar aðstæður og lifum samkvæmt því, því fyrr má vænta að við réttum úr kútnum. I fasteigna- matskrá eru taldar 4410 jarðir með hlunnindi. Maður líttu þér nær. í þessu blaði er viðtal við tvo hlunninda- bændur, sem þrátt fyrir tómlæti hins opinbera hafa þráast við og nýtt hlunnindi jarða sinna. Hjá þeim kemur m. a. fram að félagsleg samstaða hlunnindabænda á mjög í vök að verjast vegna neikvæðrar afstöðu stjórnvalda. Á síðustu árum hefur þó verið látið svo að nýta ætti hlunnindi til lands og sjávar. Alvara af hálfu hins opinbera fylgir þó varla í þessum málum, þar sem þjóðinni er talið ofviða að hafa ársmann á launum við að leiðbeina um nýtingu þeirra. Á vordögum 1980 réð Búnaðarfélag íslands hlunnindaráðunaut í þjónustu sína. í starfs- samningi hans segir m. a.: „Hann skal safna gögnum um magn og verðgildi hlunninda í þjóðarbúi að fornu og nýju, leiðbeina um nýtingu þeirra, og samræma aðstöðu til nota hlunninda um land allt. Leiðbeiningar og áróður skal ráðunautur veita jafnt í ræðu og riti, eftir því sem hentar hverju sinni“. Fram að þessu hefur mest verið unnið að æðarrækt, silungsveiði og nýtingu reka. í samvinnu við Veiðimálastofnun og Lands- samband veiðifélaga hefur verið hafinn áróður fyrir aukinni silungsveiði, mark- aðsfærslu á silungi, og rannsóknir hafnar á hentugum veiðiaðferðum og meðhöndlun og geymslu á silungi. Árangur er að koma í ljós af þessu samstarfi. í æðarræktinni hefur verið barist við varg- inn, flugvarg og mink, og lagt kapp á varp- menningu og umhirðu dúns. Á síðasta ári hófst vísindaleg rannsókn á lifnaðarháttum æðarfugls og æðarungauppeldi lofar góðu. Róttækum en nauðsynlegum breytingum á úrvinnslu rekaviðar miðar hægt áleiðis. Þó liggur nú fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um nýtingu og úrvinnslu rekaviðar, en vitað er að rekatimbur er úrvalsefniviður og eftir- sótt til margra nota. Á árinu 1982 voru seldir hér á landi 25 lurkakatlar sem brenna morviði af reka ásamt öðru föstu eldsneyti. Þessir katlar hafa malað gull fyrir þjóðarbúið, þótt stjórnvöld hafi mér vitanlega á engan hátt hvatt til slíkra kaupa, en greiða hins vegar fúslega niður olíuupphitun og óhagkvæmar hitaveitur og rafhitun. Að vori 1983 mun Orkusparnaðarnefnd og Búnaðarfélag íslands gangast fyrir ráðstefnu um orkunotkun í landbúnaði, og munu lurka- katlar og innlendur eldiviður koma þar til umfjöllunar. Það lítur því út fyrir að nú muni rofa til um mat manna á hlunnindum, og að fleiri og fleiri landsmenn geri sér ljóst hvar þeir búa á hnettinum. Árni G. Pétursson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.