Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 30

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 30
Sameiginleg ákvæði. Ef jörð er seld og seljandi lánar hluta af söluverðinu með skulda- bréfi til minnst 3ja ára má dreifa þeim hluta söluhagnaðarins sem svarar til hlutdeildar skuldavið- urkenningarinnar í heildarsölu- verði (hámark 7 ár). 9. Persónuframta! (skattframtal 1983) Nokkur atriði til minnis: Eignir. E.l. í reit 02 færist af landbúnaðar- framtali hrein eign (mismunur á eignum og skuldum á fjórðu síðu landbúnaðarframtals). E.2. Bílar færast til eignar á upphaflegu kaupverði. E.3. Ibúðarhús færist á gildandi fast- eignamatsverði. Nýbygging á íbúðarhúsi færist á kostnaðarverði ef fasteignamat er ekki fyrir hendi. E.4. Hlutabréf færast á nafnverði. Arður færist í reit 09 og einnig í 74 á 4. síðu framtals. í reit 82 færist arður til frádráttar þó að hámarki 10% af nafnverði. Þó að hámarki 8 266 hjá einhleypingi og 16 530 hjá hjónum. Hlutabréf í Flug- leiðum hf. færast hér en þau eru nú framtalsskyld. E.5. Inneignir í bönkum færast í þenn- an reit en eru samt sem áður eignarskattfrjálsar. Ef viðkom- andi skuldar vegna íbúðarhúsa- byggingar, bílakaupa eða annarra persónulegra skulda (S.l.) skerð- ist eignarskattfrelsi innstæðna sem því nemur. Vextir eru hinsvegar alltaf skattfrjálsir af inneignum í bönkum, sem tilheyra persónu- framtali. E.6. Útistandandi skuldir t. d. vegna sölu á bíl færist í reit E.6. Sama gildir um stofnsjóð í kaupfélagi, en ekki stofnsjóð í afurðasölufé- lögum. Ef búrekstur er stundaður þá færist hann á landbúnaðar- framtal. Vaxtartekjur af innistæð- um í reit E.6. eru einnig framtals- skyldar en skattfrjálsar. Þeir sem eru að byggja íbúðarhús og not- færa sér „vaxtagjöld til frádrátt- ar“ þá skerðist sá vaxtafrádráttur sem þessum vaxtatekjum nemur. E.7. Aðrar eignir, t. ,d. hjólhýsi. E.8. Innistæður barna fæddra 1967 eða síðar færast hér og ástæða er til þess að ítreka það að gleyma því ekki. Skuldir. S.l. Hér færast skuldir vegna bygging- ar íbúðarhúsa eða endurbóta á því. Skuldir vegna búrekstrar fær- ast á landbúnaðarframtal. Skuldir skal færa eins og þær standa um áramót með áföllnum verðbótum á höfuðstól og sama gildir um vaxtaaukalán. Kvittanir frá bönkum sýna yfirleitt rétta stöðu skulda þ. e. a. s. með áföllnum verðbótum eða þeim hluta vaxta sem lagður er við höfuðstól. Vaxtagjöld. Vaxtagjöld færast í aftari dálk „Önnur vaxtagjöld“ nema hjá þeim, sem eru að byggja íbúðar- hús eða hafa keypt jörð með íbúð- 'arhúsi. Þeir færa vexti og gjald- fallnar verðbætur á afborganir og vexti í dálknum „Vaxtagjöld til frádráttar“. Fasteignaveðskuldir, sem upp- haflega voru tekin til tveggja ára eða lengri tíma og sannanlega stofnað til vegna öflunar íbúðar- húsnæðis til eigin nota færast alltaf í dálkinn „Vaxtagjöld til frádrátt- ar“. í þennan áálk færast einnig vaxtagjöld af öðrum skuldum vegna íbúðarhúss þó með þessum takmörkunum: 1. í þrjú ár, talið frá og með kaupári ef bóndi hefur keypt jörð með íbúðarhúsi. 2. í sex ár talið frá og með því ári þegar bygging er hafin eða til og með því ári, sem flutt er í íbúðarhúsið. Sama gildir varðandi frádrátt vaxta af skuldum, sem stofnað var til vegna endurbóta á íbúðarhús- næði til eigin nota, enda nemi heildarkostnaður við endurbætur 7% eða meir af fasteignamati íbúðarhúsnæðis í árslok. í dálkinn „Önnur vaxtagjöld" færast öll önnur vaxtagjöld þ. m. t. afföll og gengistöp af öllum öðrum skuldum, sem ekki eru tengd atvinnurekstri (bú- rekstri) en þau færast á landbún- aðarframtal. Verðbótaþáttur vaxta af svo- nefndum vaxtaaukalánum telst til vaxta en ekki verðbóta. Með vaxtagjöldum má teja lántöku- kostnað, stimpilgjöld og þesshátt- ar kostnað. Athygli skal vakin á því að lán út á íbúðarhús, sem tekin hafa verið hjá Stofnlána- deild eru stjörnumerkt á kvittun- inni. Þessi lán eiga ekki að færast á landbúnaðarframtal heldur á persónuframtal ásamt vöxtum af þeim í dálkinn „Vaxtagjöld til frádráttar“. Nokkur atriði önnur. í leiðbeiningum ríkisskattstjóra eru framangreind atriði skýrð ítar- lega og er sjálfsagt að lesa þær leiðbeiningar. Sambýlisfólk. Karl og kona, sem búa saman í óvígðri sambúð og eiga sameigin- legt lögheimili, eiga rétt á því að telja fram og vera skattlögð sem hjón, ef þau hafa átt barn saman eða konan er þunguð eða sambúð- in hefur varað samfleytt í a. m. k. tvö ár, enda óski þau þess bæði skriflega. Samsköttun borgar sig ekki nema að annar aðilinn hafi mjög litlar tekjur en hinn miklar og eða eignir annars aðilans séu miklar en hins litlar eða engar. 150 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.